Erlent

Til hamingju David

Óli Tynes skrifar
Hlakka til að sjá þig.
Hlakka til að sjá þig.

Barack Obama var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga sem hringdu í David Cameron til þess að óska honum til hamingju með embætti forsætisráðherra Bretlands.

Forsetinn sagði meðal annars að Bandaríkin ættu engan betri vin og bandamann en Bretland.

Hann bauð Cameron í heimsókn til Washington í júlí næstkomandi.

Meðal annarra þjóðarleiðtoga sem hafa hringt í Cameron eru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×