Lífið

Smith-barnið í tónlistina

Willow Smith er spáð frægð og frama en hún er aðeins níu ára gömul. nordicphotos/getty
Willow Smith er spáð frægð og frama en hún er aðeins níu ára gömul. nordicphotos/getty

Willow Smith, níu ára gömul dóttir leikarahjónanna Wills Smith og Jada Pinkett Smith, er að hasla sér völl innan tónlistargeirans. Fyrsta smáskífa stúlkunnar hefur lekið á Netið og fær afbragðs dóma, meðal annars frá gagnrýnanda LA Times. Laginu „Whip my hair" er sagt geta verið frá stórstjörnum á borð við Rihönnu og Keri Hilson og þykir Willow Smith hafa alla burði til að ná langt á sviði tónlistar.

Svo virðist sem Smith-börnin vilji feta í fótspor foreldra sinna og leggja leið sína í skemmtanabransann en sonur þeirra, Jaden Smith, er búinn að ná töluverðum vinsældum eftir hlutverk sitt í Karate Kid-myndinni sem var frumsýnd í sumar.

Hér er hægt að heyra lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.