Áskorun til RÚV í Návígi 21. október 2010 13:45 Ég var að hlusta á samræður þeirra Þórhalls Gunnarssonar og Páls Skúlasonar í þættinum NÁVÍGI í sjónvarpinu í gærkvöld. Páli var tíðrætt um skortinn á menntun og upplýsingu til alls almennings í umræðunni í okkar samfélagi. Páll var óvenju afgerandi af fræðimanni að vera í meiningum sínum. Páll skoraði á sjónvarpið að vinna vandaða fræðsluþætti til kynningar á grundvallar viðfangsefnum sem við höfum við að glíma nú um stundir. Mér þótti Þórhallur skauta nokkuð létt, að ég ekki segi flóttalega, fram hjá þessum áskorunum sem þó virtust vera helsta inntakið í því sem Páll vildi sagt hafa í þættinum, ef ekki beinlínis ástæðan fyrir því að hann samþykkti að taka þátt í þessu spjalli. Af því að Páli var ekki gefinn tími til að skýra hugmynd sína um þessa fræðsluþætti nánar kom ekki greinilega fram það sem var unditexti hans ræðu; að þessir fræðsluþættir ættu ekki að vera á forræði stjórnmálamannanna, heldur skildu vera unnir á fræðilegum forsendum, líkt og Rannsóknarskýrsla Alþingis. Ég vil taka undir með Páli og mælast til þess að sjónvarpið bregðist strax við og hefji slíka dagskrárgerð. Ég sting jafnframt upp á að RÚV fái Pál Skúlason til að vera ráðgefandi og eða leiðandi í framleiðslu slíkra þátta ásamt fagfólki frá RÚV. Páll var mjög þungorður í garð stjórnmálaséttarinnar í landinu. Hann dró það fram sem aðrir hafa haft orð á áður að hér á landi hafi aldrei náð að þróast málefnastjórnmál heldur, eins og stjórnmálstéttin vill orða það svo kurteislega, „átakastjórnmál", og öllum almenningi finnst reyndar að nær væri að tala um slagsmálastjórnmál. Það áhrifamesta í málfluttningi Páls var sú fullyrðing hans að hér á landi væri ekki efnahagskreppa heldur siðferðis og stjórnmálakreppa. Og á þessari kreppu ætti stjórnmálastéttin mesta sök. Eitt af því sem Páll lýsti efasemdum sínum yfir í framvindu dagsins er komandi stjórnlagaþing; „Hvernig getur fólk valið sér fulltrúa til að setja saman stjórnarskrá ef það veit ekki hvað stjórnarskrá er?" Góð spurning. Ef fólk veit ekki og skilur ekki hverskonar grundvallar endurskoðun á uppbyggingu samfélagsins gerð nýrrar stjórnarskár getur verið. Ég deili þeim áhyggjum með Páli að stjórnlagaþing sé til lítils gagns ef á undan fer ekki rækileg upplýsing til allrar þjóðarinnar um hvað stjórnarskrá er, hvert sé innihald stjórnarskrár í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Ég er sannfærður um að þessi nýi vettvangur getur orðið stórmerk tímamót. þ.e. ef allur almenningur er upplýstur um nauðsyn og gildi nýrra grundvallalaga. Og ef þeir sem til þingsins kjósast bindast sammælum um að reyna að ná sameiginlegum árangri, öllu okkar samfélagi til heilla. Ef þingfulltrúar líta á sig sem samstilltan hóp sem ætlar að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki fulltrúa annarlegra afla, pólitískra flokka, hagmunahópa eða valdablokka. Það heyrast úr ýmsum áttum efasemdir um að Stjórnlagaþing geti náð árangri. Slíkar raddir gefa sér að þar muni svipuð vinnubrögð verða reyndin og verið hafa á Alþingi: „Ég verð alltaf á móti þínum hugmyndum hversu góðar sem þær eru, af því að við erum ekki í sömu blokk". Stjórnmálaþing getur vel tamið sér önnur vinnubrögð en Alþingi. Það setur t.d. sín þingsköp sjálft. Og ef þingfulltrúar setja sér það að þinga til að ná sameiginlegum árangri líkt og fólk um allt þjóðfélagið sem tekur að sér sameiginlegt verkefni leysir það með því að leggja sig fram um að byggja upp sameiginlega sýn þá er von á árangri. Fólk kemur saman úr ýmsum áttum og vinnur að því að koma upp t.d. húsbyggingu. Til þess að það takist vinnur það að því að koma sér upp sameiginlegri sýn. Fólk ákveður að koma saman fréttablaði til þess þarf sameiginlega sýn. Fólk vinnur að því að byggja upp skóla, heilbrigðisstofnun o.s.frv. Ég skora á RÚV að gera nú á næstu vikum nokkra upplýsandi og fræðandi þætti um gildi grundvallalaga samfélagsins. Og í framhaldi tek ég undir með Páli Skúlasyni, nú á að upplýsa þjóðina og sjónvarpið er í stekustu aðstöðu til þess. Það á ekki að gerast með rifrildi og brígslum að hætti stjórnmálamanna, heldur með einlægri viðleitni til að auka skilning á því sem er gerast. Í framhaldi af fræðsluþáttum um stjórnarskrá og stjórnkerfi samfélaga sem við viljum bera okkur saman við væru kæmu aðrir fræðsluþættir. Þættir um íslenska stjórnkerfið eins og það er í dag og hverig það byggðist upp mikilvægir og gagnlegir. Þá fræðsluþættir um íslenska dómskerfið og bankakerfið. Og síðast og ekki síst fræðsuþættir um Rannsóknarskýrslu Alþingis. Áskorun Páls Skúlasonar í Návígi á þriðjudagskvöldið var þungavigtaráskorun og það er hlutverk RÚV að taka mark á henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á samræður þeirra Þórhalls Gunnarssonar og Páls Skúlasonar í þættinum NÁVÍGI í sjónvarpinu í gærkvöld. Páli var tíðrætt um skortinn á menntun og upplýsingu til alls almennings í umræðunni í okkar samfélagi. Páll var óvenju afgerandi af fræðimanni að vera í meiningum sínum. Páll skoraði á sjónvarpið að vinna vandaða fræðsluþætti til kynningar á grundvallar viðfangsefnum sem við höfum við að glíma nú um stundir. Mér þótti Þórhallur skauta nokkuð létt, að ég ekki segi flóttalega, fram hjá þessum áskorunum sem þó virtust vera helsta inntakið í því sem Páll vildi sagt hafa í þættinum, ef ekki beinlínis ástæðan fyrir því að hann samþykkti að taka þátt í þessu spjalli. Af því að Páli var ekki gefinn tími til að skýra hugmynd sína um þessa fræðsluþætti nánar kom ekki greinilega fram það sem var unditexti hans ræðu; að þessir fræðsluþættir ættu ekki að vera á forræði stjórnmálamannanna, heldur skildu vera unnir á fræðilegum forsendum, líkt og Rannsóknarskýrsla Alþingis. Ég vil taka undir með Páli og mælast til þess að sjónvarpið bregðist strax við og hefji slíka dagskrárgerð. Ég sting jafnframt upp á að RÚV fái Pál Skúlason til að vera ráðgefandi og eða leiðandi í framleiðslu slíkra þátta ásamt fagfólki frá RÚV. Páll var mjög þungorður í garð stjórnmálaséttarinnar í landinu. Hann dró það fram sem aðrir hafa haft orð á áður að hér á landi hafi aldrei náð að þróast málefnastjórnmál heldur, eins og stjórnmálstéttin vill orða það svo kurteislega, „átakastjórnmál", og öllum almenningi finnst reyndar að nær væri að tala um slagsmálastjórnmál. Það áhrifamesta í málfluttningi Páls var sú fullyrðing hans að hér á landi væri ekki efnahagskreppa heldur siðferðis og stjórnmálakreppa. Og á þessari kreppu ætti stjórnmálastéttin mesta sök. Eitt af því sem Páll lýsti efasemdum sínum yfir í framvindu dagsins er komandi stjórnlagaþing; „Hvernig getur fólk valið sér fulltrúa til að setja saman stjórnarskrá ef það veit ekki hvað stjórnarskrá er?" Góð spurning. Ef fólk veit ekki og skilur ekki hverskonar grundvallar endurskoðun á uppbyggingu samfélagsins gerð nýrrar stjórnarskár getur verið. Ég deili þeim áhyggjum með Páli að stjórnlagaþing sé til lítils gagns ef á undan fer ekki rækileg upplýsing til allrar þjóðarinnar um hvað stjórnarskrá er, hvert sé innihald stjórnarskrár í þeim ríkjum sem við viljum bera okkur saman við. Ég er sannfærður um að þessi nýi vettvangur getur orðið stórmerk tímamót. þ.e. ef allur almenningur er upplýstur um nauðsyn og gildi nýrra grundvallalaga. Og ef þeir sem til þingsins kjósast bindast sammælum um að reyna að ná sameiginlegum árangri, öllu okkar samfélagi til heilla. Ef þingfulltrúar líta á sig sem samstilltan hóp sem ætlar að ná árangri fyrir fólkið í landinu, en ekki fulltrúa annarlegra afla, pólitískra flokka, hagmunahópa eða valdablokka. Það heyrast úr ýmsum áttum efasemdir um að Stjórnlagaþing geti náð árangri. Slíkar raddir gefa sér að þar muni svipuð vinnubrögð verða reyndin og verið hafa á Alþingi: „Ég verð alltaf á móti þínum hugmyndum hversu góðar sem þær eru, af því að við erum ekki í sömu blokk". Stjórnmálaþing getur vel tamið sér önnur vinnubrögð en Alþingi. Það setur t.d. sín þingsköp sjálft. Og ef þingfulltrúar setja sér það að þinga til að ná sameiginlegum árangri líkt og fólk um allt þjóðfélagið sem tekur að sér sameiginlegt verkefni leysir það með því að leggja sig fram um að byggja upp sameiginlega sýn þá er von á árangri. Fólk kemur saman úr ýmsum áttum og vinnur að því að koma upp t.d. húsbyggingu. Til þess að það takist vinnur það að því að koma sér upp sameiginlegri sýn. Fólk ákveður að koma saman fréttablaði til þess þarf sameiginlega sýn. Fólk vinnur að því að byggja upp skóla, heilbrigðisstofnun o.s.frv. Ég skora á RÚV að gera nú á næstu vikum nokkra upplýsandi og fræðandi þætti um gildi grundvallalaga samfélagsins. Og í framhaldi tek ég undir með Páli Skúlasyni, nú á að upplýsa þjóðina og sjónvarpið er í stekustu aðstöðu til þess. Það á ekki að gerast með rifrildi og brígslum að hætti stjórnmálamanna, heldur með einlægri viðleitni til að auka skilning á því sem er gerast. Í framhaldi af fræðsluþáttum um stjórnarskrá og stjórnkerfi samfélaga sem við viljum bera okkur saman við væru kæmu aðrir fræðsluþættir. Þættir um íslenska stjórnkerfið eins og það er í dag og hverig það byggðist upp mikilvægir og gagnlegir. Þá fræðsluþættir um íslenska dómskerfið og bankakerfið. Og síðast og ekki síst fræðsuþættir um Rannsóknarskýrslu Alþingis. Áskorun Páls Skúlasonar í Návígi á þriðjudagskvöldið var þungavigtaráskorun og það er hlutverk RÚV að taka mark á henni.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar