Breska fyrirsætan Georgia May Jagger segir að allt of margar konur klæðast púkalegum og druslulegum fötum.
Dóttir söngvarans Mick Jagger hefur áhuga á öllu sem tengist tísku og segir móður sína, Jerry Hall, hafa kennt sér það sem hún þarf að vita um tísku.
Fyrirsætan elskar að klæða sig á einstakan og litaglaðan hátt og telur að aðrar konur eigi að gera slíkt hið sama þegar kemur að litavali á fatnaði sér í lagi.
„Flestar konur sem ég sé í London og New York eru alltaf í púkalegum svörtum eða gráum fötum. Það vantar allt ímyndunarafl í fatavalið hjá þessum konum. Það er eins og allar endi á því að klæða sig eins. Ég hef lært af mömmu að litirnir skipta máli," sagði Georgia sem fær oft lánuð föt hjá mömmu sinni.
„Þegar þú býrð í sama húsi og mamma þín þá kemstu ekki hjá því að skiptast á fötum við hana. Ég fæ oft lánuð föt hjá mömmu án þess að spyrja hana og þá passa ég mig á því að skila þeim á sama stað í góðu ásigkomulagi svo lítið beri á því," sagði fyrirsætan.