Erlent

Jörðin og tunglið séð frá Mars

Óli Tynes skrifar
Váááá
Váááá Mynd/NASA

Bandaríska geimferðastofnunin hefur sent frá sér þessa einstöku mynd af jörðinni og tungli hennar efst til hægri.

Myndin var tekin frá Mars og þetta er í fyrsta skipti sem mynd af jörð og tungli er tekin frá annarri plánetu.

Það var geimfarið Mars Reconnaissance Orbiter sem tók myndina á braut sinni um rauðu plánetuna.

Myndin sýnir hálfa jörð og hálft tungl. Þar sem bæði jörðin og tunglið eru nær sólinni en Mars sjást þau kvartilaskipt þaðan.

Rétt eins og tunglið, Venus og Merkúr sjást kvartilaskipt frá jörðinni.

Aðeins er hægt að ná myndum af fullri jörð og fullu tungli frá Mars þegar þau eru hinummegin við sólina frá Mars séð.

Þá er hinsvegar vegalengdin mun meiri og myndin óskýrari. Við gerð meðfylgjandi myndar þurfti að gefa tunglinu meiri lýsingu, til þess að það sæist við hlið jarðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×