Schumacher bjartsýnn á gott gengi 21. október 2010 13:50 Michael Schumacher brosmildir á göngu á brautinni í Suður Kóreu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast. "Ég verð að segja það að gekk nokkuð vel á Suzuka, sérstaklega í keppninni. Bíllinn var nokkuð samkeppnisfær miðað við bíla keppinautanna, í fyrsta skipti í langan tíma og það var skemmtileg", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. "Ég var hrifinn af því hvernig bíllinn lét á Suzuka, því miðað við karakter bílsins bjóst ég við einu af erfiðustu mótunum á árinu. Ég held að þesi braut ætti að henta okkur betur (í Suður Kóreu) og við ættum því að vera samkeppnisfærari en við vorum á Suzuka." Schumacher telur þó að mikið þurfi að koma til ef hann á að komast á verðlaunapall. "Ég tel að við þurfum heppni til að komast á verðlaunapall. Auðvitað munum við reyna. Það er erfitt verkefni, en hví ekki að setja það markmið. En í alvöru talað, þá erum við líklega næstir á eftir Red Bull, Ferrari og McLaren hvað styrkleika varðar." Schumacher talaði um að möguleiki sé á rigningu á sunnudag og ef skyndileg rigning verður þá væri aldrei að vita hvað gerðist. "Það væri gamajn að komast á verðlaunapall með Mercedes og það væri góð úrslit, trúlega það mesta sem við gætum óskað okkur. En á persónulegu nótunum þá myndi það ekki skipta verulegu máli. Ég hef önnur markmið. Ég er hér til að ná árangri með liðinu og það er okkar markmið. Ég sakna árangurs og hvort ég næ á verðlaunapall annað slagið, það er ekki það allra mikilvægasta", sagði Schumacher, en Mercedes liðið hefur sett stefnuna á betri árangur árið 2011 og að mæta með samkeppnisfærari bíl þá en tókst að smíða í ár. Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast. "Ég verð að segja það að gekk nokkuð vel á Suzuka, sérstaklega í keppninni. Bíllinn var nokkuð samkeppnisfær miðað við bíla keppinautanna, í fyrsta skipti í langan tíma og það var skemmtileg", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. "Ég var hrifinn af því hvernig bíllinn lét á Suzuka, því miðað við karakter bílsins bjóst ég við einu af erfiðustu mótunum á árinu. Ég held að þesi braut ætti að henta okkur betur (í Suður Kóreu) og við ættum því að vera samkeppnisfærari en við vorum á Suzuka." Schumacher telur þó að mikið þurfi að koma til ef hann á að komast á verðlaunapall. "Ég tel að við þurfum heppni til að komast á verðlaunapall. Auðvitað munum við reyna. Það er erfitt verkefni, en hví ekki að setja það markmið. En í alvöru talað, þá erum við líklega næstir á eftir Red Bull, Ferrari og McLaren hvað styrkleika varðar." Schumacher talaði um að möguleiki sé á rigningu á sunnudag og ef skyndileg rigning verður þá væri aldrei að vita hvað gerðist. "Það væri gamajn að komast á verðlaunapall með Mercedes og það væri góð úrslit, trúlega það mesta sem við gætum óskað okkur. En á persónulegu nótunum þá myndi það ekki skipta verulegu máli. Ég hef önnur markmið. Ég er hér til að ná árangri með liðinu og það er okkar markmið. Ég sakna árangurs og hvort ég næ á verðlaunapall annað slagið, það er ekki það allra mikilvægasta", sagði Schumacher, en Mercedes liðið hefur sett stefnuna á betri árangur árið 2011 og að mæta með samkeppnisfærari bíl þá en tókst að smíða í ár.
Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira