Goðsögn kveður Hvíta húsið Óli Tynes skrifar 8. júní 2010 15:35 Helen Thomas með Barack Obama sem færði henni köku á síðasta afmælisdegi hennar. Mynd/AP Helen Thomas aldursforseti blaðamanna sem flytja fréttir frá Hvíta húsinu í Washington hefur hætt störfum. Thomas sem er 89 ára gömul hætti þó ekki fyrir aldurs sakir. Hún neyddist til þess að hætta eftir að hún sagði við gyðingaprest að Ísraelar ættu að hunskast frá Palestínu og flytja heim til Þýskalands eða Póllands. Þetta vakti upp slíkt fárviðri mótmæla að vinnuveitandi hennar Hearst blaðasamsteypan ákvað að láta hana fara. Thomas baðst margfaldlega afsökunar en það dugði ekki til. Hún hefur löngum verið þekkt fyrir andúð sína á Ísrael. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum, en er af arabiskum uppruna. En Thomas á sér sína verjendur sem eru ekki par hressir með gyðingaprestinn sem hún ræddi við. Það var í garðsamkvæmi í Hvíta húsinu. Presturinn var með sína eigin upptökuvél sem hann rak framan í hana og spurði hvort hún vildi eitthvað segja um Ísrael. Þetta var rétt eftir að níu manns voru skotnir til bana þegar Ísraelar réðust um borð í hjálparskip á leið til Gaza. Ummæli hennar voru svo ekki sett á netsíðu prestsins fyrr en fimm dögum síðar. Eftir það var hann í forystusveit þeirra sem kröfðust þess að henni yrði bannaður aðgangur að Hvíta húsinu og að hún yrði rekin úr starfi. Mörgum vinum Helen Thomas finnst sem gamla konan hafi verið leidd þarna í gildru. Hún sé kannski ekki alveg eins skörp og á árum áður. En Helen Thomas er goðsögn í lifanda lífi. Hún hefur fylgst með ríkisstjórnum Bandaríkjanna síðan Eisenhower var forseti. Og hún hefur verið blaðamaður í Hvíta húsinu síðan Kennedy var forseti. Hún hefur skrifað fjölda bóka, unnið til fjölda verðlauna og er heiðursdoktor hjá óteljandi háskólum. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Helen Thomas aldursforseti blaðamanna sem flytja fréttir frá Hvíta húsinu í Washington hefur hætt störfum. Thomas sem er 89 ára gömul hætti þó ekki fyrir aldurs sakir. Hún neyddist til þess að hætta eftir að hún sagði við gyðingaprest að Ísraelar ættu að hunskast frá Palestínu og flytja heim til Þýskalands eða Póllands. Þetta vakti upp slíkt fárviðri mótmæla að vinnuveitandi hennar Hearst blaðasamsteypan ákvað að láta hana fara. Thomas baðst margfaldlega afsökunar en það dugði ekki til. Hún hefur löngum verið þekkt fyrir andúð sína á Ísrael. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum, en er af arabiskum uppruna. En Thomas á sér sína verjendur sem eru ekki par hressir með gyðingaprestinn sem hún ræddi við. Það var í garðsamkvæmi í Hvíta húsinu. Presturinn var með sína eigin upptökuvél sem hann rak framan í hana og spurði hvort hún vildi eitthvað segja um Ísrael. Þetta var rétt eftir að níu manns voru skotnir til bana þegar Ísraelar réðust um borð í hjálparskip á leið til Gaza. Ummæli hennar voru svo ekki sett á netsíðu prestsins fyrr en fimm dögum síðar. Eftir það var hann í forystusveit þeirra sem kröfðust þess að henni yrði bannaður aðgangur að Hvíta húsinu og að hún yrði rekin úr starfi. Mörgum vinum Helen Thomas finnst sem gamla konan hafi verið leidd þarna í gildru. Hún sé kannski ekki alveg eins skörp og á árum áður. En Helen Thomas er goðsögn í lifanda lífi. Hún hefur fylgst með ríkisstjórnum Bandaríkjanna síðan Eisenhower var forseti. Og hún hefur verið blaðamaður í Hvíta húsinu síðan Kennedy var forseti. Hún hefur skrifað fjölda bóka, unnið til fjölda verðlauna og er heiðursdoktor hjá óteljandi háskólum.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira