Handbolti

Dagur: Líst vel á möguleika Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Dagur Sigurðsson lét í sér heyra í síðasta leik.
Dagur Sigurðsson lét í sér heyra í síðasta leik. Mynd/DIENER
Dagur Sigurðsson líst vel á möguleika Íslands fyrir leik dagsins gegn Norðmönnum á EM í handbolta.

Ísland getur með sigri eða jafntefli tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar og því mikið undir í leiknum í dag.

„Leikmenn og þjálfarar vita vel að það þarf að hafa mjög mikið fyrir þessu og við þurfum að eiga toppleik til að komast áfram," sagði Dagur við Vísi í gær.

„Þetta er einn af þessum 2-3 lykilleikjum í keppninni fyrir okkur. Strákarnir eru bara í dauðafæri um að komast alla leið."

Dagur spáði því fyrir keppnina að Ísland og Frakkland myndu mætast í úrslitum, rétt eins og á Ólympíuleikunum í Peking.

„Þessi tvö lið eru allt eins líkleg til að komast í úrslit eins og reyndar nokkur önnur."

„Það gleður mig líka að það er komin meiri breidd í liðið með tilkomu Arons [Pálmarssonar] og vörnin hefur verið að standa sig betur. Þá er Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson markvörður] einnig búinn að vera mjög góður."

„En í leiknum sjálfum gegn Noregi skiptir allt þetta engu máli - bara hvernig strákarnir mæta til leiks."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×