Erlent

Skipa nefnd til að rannsaka árásina á skipalestina til Gaza

Stjórnvöld í Ísrael ætla að skipa sína eigin rannsóknarnefnd til þess að kanna árás ísraelska flotans á skipalestina til Gaza-svæðisins á dögunum þar sem 9 menn létu lífið.

Samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneyti landsins mun formaður nefndarinnar verða Yaakov Tirkel, fyrrverandi dómari við hæstarétt Ísraels.

Þá munu tveir erlendir áheyrnafulltrúar fá sæti í nefndinni, þeir David Trimble, fyrrverandi forsætisráðherra heimastjórnar Norður Írlands og friðarverðlaunahafi Nóbels, og Ken Watkin, fyrrverandi dómari frá Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×