Innlent

Talsmaður neytenda vill í bæjarstjórn

Gísli hyggst fella sitjandi oddvita framsóknarmanna í Kópavogi í prófkjörinu í febrúar.
Gísli hyggst fella sitjandi oddvita framsóknarmanna í Kópavogi í prófkjörinu í febrúar.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi vegna komandi kosninga. Hann sækist eftir fyrsta sætinu.

„Kosningar í vor fela í sér tækifæri til umbóta, bættra stjórnarhátta og heilbrigðari stjórnmála í þágu allra Kópavogsbúa - eins og ég vil gjarnan stuðla að. Um leið vil ég leggja mitt af mörkum í þeirri endurnýjun sem hafin er í Framsóknarflokknum," segir Gísli í tilkynningu.

Framsóknarflokkurinn fékk einn bæjarfulltrúa í Kópavogi kjörinn í kosningunum 2006, Sjálfstæðisflokkurinn fimm, Samfylkingin fjóra og VG einn. Ómar Stefánsson, núverandi bæjarfulltrúi og oddviti flokksins, gefur kost á sér til endurkjörs.

Prófkjör framsóknarmanna í bæjarfélaginu fer fram laugardaginn 27. febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×