Erlent

Tyrkir vilja stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tyrkir vilja að Anders Fogh Rasmussen launi þeim stuðninginn við sig. Mynd/ AFP.
Tyrkir vilja að Anders Fogh Rasmussen launi þeim stuðninginn við sig. Mynd/ AFP.
Það rennur senn upp sú stund að Anders Fogh Rasmussen þarf að launa Tyrkjum stuðninginn við hann í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Innan skamms munu tveir nýir aðstoðarframkvæmdastjórar verða valdir og þá munu Tyrkir krefjast þess að Fogh velji Tyrkja í aðra stöðuna, að því er Ritzau fréttastofan fullyrðir.

„Við höfum miklar væntingar til þess að Tyrkir fái aðra stöðuna," segir háttsettur ónafngreindur embættismaður við Ritzau fréttastofuna.

Danmarks Radio segir að Rasmussen staðfesti að hann hafi rætt á almennum nótum við Abdullah Gül um að fá fulltrúa Tyrkja til starfa í höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×