Innlent

Íslensk pólitík eins og Morfís

Engum datt í hug að bandarísk stjórnvöld hafi orsakað fellibylinn Katarínu en þau voru hins vegar harðlega gagnrýnd fyrir lélegt skipulag á varnaraðgerðum og viðbrögðum, nákvæmlega sama á við íslenskt stjórnkerfi.

Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í dag á fundi þar sem fjallað var um hvaða lærdóm mætti draga af skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Hann segir skýrsluna áfellisdóm yfir íslensku stjórnkerfi. Þótt bankarnir hafi orsakað hrunið, beri stjórmálakerfið ábyrgð á leikreglunum.

Margar meinsemdir séu í uppbyggingu stjórnsýslunnar, ráðuneytin séu of mörg, pólitískar embættisveitingar landlægar frá tíð Hannesar Hafsteins og íslensk umræðuhefð líkust Morfís-keppni. Hann tók þó fram að hann teldi ekki allt ónýtt hér á landi, óraunhæft sé að henda fjórflokkunum en þeir verði að gera upp fortíðina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×