Handbolti

Íslenska landsliðið hefur skorað flest mörk á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Gunnarsson skorar hér ótrúlegt mark af línunni á móti Króötum.
Róbert Gunnarsson skorar hér ótrúlegt mark af línunni á móti Króötum. Mynd/DIENER

Íslenska handboltalandsliðið hefur skorað flest mörk allra liða á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki en strákarnir okkar hafa skorað marki meira að meðaltali í leik en Spánverjar sem koma í öðru sætinu.

Íslenska landsliðið hefur skorað flest mörk af línu og úr hraðaupphlaupum og ekkert lið sem komst í millriðlana skoraði fleiri mörk í leik með langskotum.

Íslenska landsliðið hefur skorað 4,7 mörkum meira í leik en Frakkar sem eru mótherjar liðsins í undanúrslitunum í dag. Frakkar hafa skorað 27,3 mörk að meðaltali og eru í 11. sæti yfir flest mörk skoruð á EM.

Frakkar eru í 16. sæti yfir flest mörk með langskotum, í 10. sæti yfir flest mörk af línu, í 4.sæti í mörkum úr hraðaupphlaupum og í 8. sæti yfir flest mörk úr hornum sem er eini staðurinn sem þeir eru að skora fleiri mörk en Íslendingar.

Topplistar í markaskori á EM í Austurríki:

Flest mörk í leik

1. Ísland 32,0

2. Spánn 31,0

2. Slóvenía 31,0

4. Austurríki 30,7

5. Rússland 29,5

11. Frakkland 27,3

Flest mörk með langskotum í leik

1. Úkraína 13,7 (bara 3 leikir)

2. Ísland 13,3

3. Serbía 12,0 (bara 3 leikir)

4. Pólland 11,8

5. Rússland 11,5

16. Frakkland 7,2

Flest mörk af línu í leik

1. Ísland 5,7

2. Noregur 5,5

2. Pólland 5,5

4, Austurríki 5,3

4. Rússland 5,3

10. Frakkland 4,3

Flest mörk úr hraðaupphlaupum í leik

1. Ísland 6,2

2. Slóvenía 6,0

3. Tékkland 4,8

4. Frakkland 4,7

5. Austurríki 4,3

Flest mörk úr hornum í leik

1. Austurríki 7,8

2. Danmörk 7,2

3. Spánn 5,7

4. Ungverjaland 5,3 (bara 3 leikir)

5. Noregur 4,7

5. Pólland 4,7

8. Frakkland 4,5

14. Ísland 3,0

Flest mörk úr vítaköstum í leik

1. Spánn 5,0

1. Slóvenía 5,0

3. Noregur 4,2

4. Króatía 3,8

4. Rússland 3,8

11. Ísland 2,7

13. Frakkland 2,5






Fleiri fréttir

Sjá meira


×