Erlent

Olíulekinn í Mexíkóflóa ekkert stórslys -BP

Óli Tynes skrifar
Hreinsunarskip á Mexíkóflóa.
Hreinsunarskip á Mexíkóflóa. Mynd/AP

Forstjóri breska olíufyrirtækisins BP segir að hann telji að olíulekinn á Mexíkóflóa muni aðeins hafa mjög, lítil umhverfisáhrif.

Talað hefur verið um þetta sem versta umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna en Dr Tony Heyward sagði í viðtali við Sky fréttastofuna að rannsóknir þeirra bentu til þess að þegar upp verði staðið verði áhrifin mjög, mjög lítil.

BP hefur þegar tekist að komast fyrir fimmtung lekans og Hayward telur að þeir muni ná að stöðva hann alveg á næstu tíu dögum eða svo.

Vatnsmagnið í hafinu sé svo gríðarlegt í samanburði við lekann að olían muni brotna upp af sjálfu sér.

Auk þess sé auðvitað verið að dæla upp og hreinsa eins og mögulegt sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×