Sterkara Ísland í Evrópukeppninni 3. febrúar 2010 06:00 Jón Karl Helgason skrifar um Evrópumál Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með frammistöðu íslenska landsliðsins í handknattleik í Evrópukeppninni undanfarnar vikur. Lykill að glæsilegum árangri er sterk liðsheild og heilbrigt sjálfstraust. Það hefur líka sitt að segja að velflestir leikmenn landsliðsins hafa leikið með ýmsum bestu félagsliðum álfunnar undanfarin ár. Enginn efast um að litla Ísland eigi á þessum vettvangi fullt erindi í keppni við aðrar og fjölmennari þjóðir. Síðastliðið vor efndi hópur einstaklinga úr ólíkum áttum til undirskriftarsöfnunar undir kjörorðinu „Við erum sammála“, þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var trú okkar, sem að þessu framtaki stóðum, að Ísland ætti erindi í samstarf þeirra 27 Evrópuríkja sem mynda sambandið og tímabært væri að kanna til hlítar þau tækifæri sem í því felast. Aðild okkar að Evrópska efahagssvæðinu var vissulega skref í þessa átt en það má þó líkja stöðu Íslands þar við leikmann sem er hluti af stærri liðsheild en situr alltaf á varamannabekknum þegar kemur að lykilákvörðunum og lagasetningu. Við fögnum því að aðildarumsókn hafi nú verið send til Brussel og teljum brýnt að Ísland nái sem hagstæðustum samningum, auk þess sem fram fari upplýst og skynsamleg umræða hér á landi um kosti og ókosti aðildar. Miklu skiptir að umræðan sé ekki bundin við hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hópa heldur taki mið af heildarhagsmunum samfélagsins og sé mótuð af skýrri framtíðarsýn, þar sem hagur komandi kynslóða sé í fyrirrúmi. Á Þjóðfundi í Laugardalshöll í nóvembermánuði kom saman þverskurður af þjóðinni, eða um 1.500 manns, til að ræða um leiðir okkar til sóknar, nýsköpunar og bjartsýni. Á fundinum var fjallað um helstu grunnstoðir samfélagsins, svo sem fjölskylduna, umhverfið, atvinnulífið, menntun, velferð og stjórnsýslu. Skilgreind voru grundvallargildi á borð við heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Á næstu misserum þarf umræðan um Ísland og Evrópusambandið að snúast um allar þessar grunnstoðir og gildi og taka tillit til þess hvernig sérhver þáttur hefur áhrif á aðra. Við sem stóðum að undirskriftarsöfnuninni á sammála.is höfum ákveðið að halda áfram starfi okkar undir kjörorðinu „Sterkara Ísland“. Hópurinn hefur í þeim tilgangi opnað umræðuvefinn www.sterkaraisland.is og tekið í notkun húsnæði að Skipholti 50a í Reykjavík. Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í starfinu fram undan. Við teljum sem fyrr að Ísland eigi að blanda sér í „Evrópukeppnina“, ekki bara sem áhorfandi á bekknum heldur sem fullgildur þátttakandi, þjóð meðal þjóða. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Jón Karl Helgason skrifar um Evrópumál Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með frammistöðu íslenska landsliðsins í handknattleik í Evrópukeppninni undanfarnar vikur. Lykill að glæsilegum árangri er sterk liðsheild og heilbrigt sjálfstraust. Það hefur líka sitt að segja að velflestir leikmenn landsliðsins hafa leikið með ýmsum bestu félagsliðum álfunnar undanfarin ár. Enginn efast um að litla Ísland eigi á þessum vettvangi fullt erindi í keppni við aðrar og fjölmennari þjóðir. Síðastliðið vor efndi hópur einstaklinga úr ólíkum áttum til undirskriftarsöfnunar undir kjörorðinu „Við erum sammála“, þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það var trú okkar, sem að þessu framtaki stóðum, að Ísland ætti erindi í samstarf þeirra 27 Evrópuríkja sem mynda sambandið og tímabært væri að kanna til hlítar þau tækifæri sem í því felast. Aðild okkar að Evrópska efahagssvæðinu var vissulega skref í þessa átt en það má þó líkja stöðu Íslands þar við leikmann sem er hluti af stærri liðsheild en situr alltaf á varamannabekknum þegar kemur að lykilákvörðunum og lagasetningu. Við fögnum því að aðildarumsókn hafi nú verið send til Brussel og teljum brýnt að Ísland nái sem hagstæðustum samningum, auk þess sem fram fari upplýst og skynsamleg umræða hér á landi um kosti og ókosti aðildar. Miklu skiptir að umræðan sé ekki bundin við hagsmuni einstakra atvinnugreina eða hópa heldur taki mið af heildarhagsmunum samfélagsins og sé mótuð af skýrri framtíðarsýn, þar sem hagur komandi kynslóða sé í fyrirrúmi. Á Þjóðfundi í Laugardalshöll í nóvembermánuði kom saman þverskurður af þjóðinni, eða um 1.500 manns, til að ræða um leiðir okkar til sóknar, nýsköpunar og bjartsýni. Á fundinum var fjallað um helstu grunnstoðir samfélagsins, svo sem fjölskylduna, umhverfið, atvinnulífið, menntun, velferð og stjórnsýslu. Skilgreind voru grundvallargildi á borð við heiðarleika, jafnrétti, virðingu og réttlæti. Á næstu misserum þarf umræðan um Ísland og Evrópusambandið að snúast um allar þessar grunnstoðir og gildi og taka tillit til þess hvernig sérhver þáttur hefur áhrif á aðra. Við sem stóðum að undirskriftarsöfnuninni á sammála.is höfum ákveðið að halda áfram starfi okkar undir kjörorðinu „Sterkara Ísland“. Hópurinn hefur í þeim tilgangi opnað umræðuvefinn www.sterkaraisland.is og tekið í notkun húsnæði að Skipholti 50a í Reykjavík. Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í starfinu fram undan. Við teljum sem fyrr að Ísland eigi að blanda sér í „Evrópukeppnina“, ekki bara sem áhorfandi á bekknum heldur sem fullgildur þátttakandi, þjóð meðal þjóða. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar