Erlent

Bush saknar ekki sviðsljóssins

Mynd/AP
George Bush segir að hann sakni ekki sviðsljóssins og athyglinnar sem fylgir forsetaembættinu. Barack Obama, nýverandi forseti, átti fund með Bush og Bill Clinton í Hvíta húsinu í gær um ástandið á Haítí. Þar óskaði Obama eftir því forsetarnir fyrrverandi myndu skipuleggja fjársöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans.

„Ég verð að viðurkenna að ég sakna þín sem persónu en ég sakna ekki sviðsljóssins," sagði Bush í viðtali í dag við þáttastjórnandann David Gregory í þættinum Meet the Press sem sýndur er á NBC sjónvarpsstöðinni.

Bush sagðist jafnframt vera glaður yfir beiðni Obama og ánægður með að geta lagt hönd á plóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×