Handbolti

Bertrand Gille ekki með gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Bertrand Gille í leik með Frökkum.
Bertrand Gille í leik með Frökkum. Nordic Photos / AFP
Línumaðurinn öflugi Bertrand Gille verður ekki með Frökkum gegn Íslandi í dag vegna meiðsla þegar liðin mætast í undanúrslitum EM í handbolta í Austurríki.

Gille hefur verið einn besti línumaður heims undanfarin ár og lykilmaður í liði Frakka sem eru núverandi heims- og Ólympíumeistarar.

Xavier Barachet, leikmaður Chambery, kemur inn í hópinn í hans stað en hann á að baki sjö landsleiki og hefur hann skorað í þeim þrettán mörk.

Gille var valinn handboltamaður ársins af Alþjóða handknattleikssambandinu árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×