Erlent

Leiðtogar ESB ræða um efnahagskrísu Grikkja

Frá Aþenu í gær.
Frá Aþenu í gær. Mynd/AP

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna koma saman síðar í dag til að ræða efnahagsástandið í Grikklandi sem hefur versnað hratt á síðustu mánuðum. Ríkisstjórnin glímir við gífurlegan skuldavanda og hefur kynnt umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti í gær. Grikkir þurfa að fá tugmilljarða evra að láni til að reisa landið við.

Leiðtogar Evrópusambandsins ætla að gera hvað þeir geta til að koma í veg fyrir gjaldþrot gríska ríkisins en það myndi hafa afar slæmar afleiðingar fyrir myntsamstarf landanna. Krísan er sögð vera prófsteinn fyrir Herman Van Rompuy, forseta Evrópsambandsins, en hann tók við embættinu í nóvember á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×