Erlent

Gæslulið Sþ hugsanlega til Íraks

Óli Tynes skrifar
Bæði Kúrdar og Arabar vilja ráða olíulindunum í norðri.
Bæði Kúrdar og Arabar vilja ráða olíulindunum í norðri.

Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Írak hefur velt upp þeim möguleika að friðagæslulið frá Sameinuðu þjóðunum taki við gæslu í norðurhéruðum landsins þegar Bandaríkjamenn flytja herlið sitt þaðan á næsta ári.

Talsverð spenna er á milli Araba og Kúrda í hinum olíuauðugu norðurhéruðum. Deilt hefur verið um yfirráð þar í mörg ár án þess að niðurstaða fengist.

Ray Odierno hershöfðingi sagði í viðtali við Associated Press fréttastofuna að Kúrdar væru farnir að vinna ágætlega með íraska hernum.

Hinsvegar væri því ekki að leyna að talsvert bæri enn í milli í hugmyndum manna um hvernig stjórnun norðurhéraðanna verði háttað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×