Erlent

Jaki á stærð við Lúxemborg gæti leitt til kólnunar hér á landi

Vísindamenn óttast að risastór ísjaki sem losnaði frá íshellunni á Suðurskautinu fyrir nokkrum vikum geti haft áhrif á hafstrauma og leitt til kaldari vetra á Norður-Atlantshafinu í næstu framtíð.

Jakinn er á stærð við Lúxemborg og telja menn að hann tefji fyrir því að hafstraumar frá Suðurskautinu nái að berast í Norður-Atlantshafið. Jakinn er nú á reki suður af Ástralíu að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Verði hafstraumarnir fyrir áhrifum af jakanum þýði það breytingar á veðrinu til hins verra á norðurslóðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×