Erlent

Reynt að draga úr spennunni

Tókust í hendur Nirupama Rao og Salman Bashir í Nýju-Delí.fréttablaðið/AP
Tókust í hendur Nirupama Rao og Salman Bashir í Nýju-Delí.fréttablaðið/AP

Utanríkisráðherrar Indlands og Pakistans voru sammála um að halda áfram að tala saman.

Þetta var helsta niðurstaðan af fundi þeirra Nirupama Rao, utanríkisráðherra Indlands, og Salman Bashir, utanríkisráðherra Pakistans, sem hittust í Nýju-Delí á Indlandi í gær.

Fundurinn sjálfur þykir þó mikilvægur liður í því að draga úr áratuga langri spennu og fjandskap milli ríkjanna. Utanríkisráðherrar ríkjanna hittust síðast fyrir fimmtán mánuðum.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×