Erlent

Háhyrningar verða aftur til sýnis í Seaworld á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Háhyrningur. Mynd/ AFP.
Háhyrningur. Mynd/ AFP.
Háhyrningasýningar munu hefjast aftur í SeaWorld sædýrasafninu í Orlando á morgun.

Dýraþjálfarar munu ekki fara ofan í vatnið til háhyrninganna eftir að háhyrningur í safninu banaði einum þjálfara í gær.  Forstjóri sædýrasafnsins, Jim Atchison, sagði að þetta fyrirkomulag yrði haft á þangað til annað endurskoðun á starfsemi sædýrasafnsins væri lokið.

Atchison segir að talið sé að einn háhyrningurinn hafi drekkt Dawn Brancheau, þjálfara sínum, eftir að hún lét hártaglið sitt sveiflast ofan í sundlaugina sem háhyrningurinn var í. Myndskeið af atburðinum sýnir að háhyrningurinn hafi ráðist á hársvörðinn á konunni og dregið hana ofan í sundlaugina.

BBC greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×