Innlent

Sigurplast í þrot - 17 missa vinnuna

Forsvarsmenn Sigurplasts saka Arion banka um ósanngjörn viðbrögð.
Forsvarsmenn Sigurplasts saka Arion banka um ósanngjörn viðbrögð.

Plasverksmiðja Sigurplast hefur óskað eftir því fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld þá sagðist lögmaður fyrirtækisins fyrirtækið ekki geta greitt stökkbreytt gengislán sem hafi þrefaldast frá því það var tekið.

Þá vill lögmaðurinn meina að fyrirtækið mæti annarlegum sjónarmiðum hjá Arion banka. Ekkert annað hafi verið í stöðunni en að loka verksmiðjunni en þar störfuðu 17 manns.

Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 50 ár og er einn af stærstu framleiðendum plastumbúða hér á landi. Fyrirtækið skuldar nú Arion banka 1,1 milljarð króna vegna láns sem var upphaflega 334 milljónir samkvæmt RÚV.

Talsmenn fyrirtækisins segja að það ráði við að greiða upprunalegu skuldina en stökkbreytta gengislánið sé því ofviða. Samningaviðræður við bankann hafi staðið um nokkurt skeið en ekkert hafi miðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×