Stór áfangi í eflingu háskólastarfs 23. janúar 2010 06:00 Þorkell Sigurlaugsson skrifar um háskólastarf á Íslandi. Á næsta ári eru 100 ár síðan háskólastarf hófst á Íslandi í Alþingishúsinu við Austurvöll. Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í nýja og glæsilega byggingu austan Suðurgötu. Það var mikið átak á sínum tíma enda höfðu verið miklir erfiðleikar í efnahagslífinu og þeir svartsýnustu jafnvel spáð þjóðargjaldþroti. Stofnun Háskóla Íslands og glæsileg uppbygging hans á síðustu öld var eitt mikilvægasta verkefnið við að þróa nútímalegt velferðarsamfélag á Íslandi þar sem góð menntun var lykillinn að hagsæld þjóðarinnar og um leið liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Happdrætti Háskóla Íslands, stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt dyggilega við uppbyggingu húsnæðis Háskóla Íslands í gegnum tíðina, enda skiptir gott húsnæði miklu máli fyrir gæði kennslu og rannsókna.Tímamót árið 2010 – nýbygging HRNú eru aftur komin tímamót og vill svo til að þau ber einnig upp á erfiðleikatímum í efnahagslífi landsmanna eins og voru á fjórða áratug síðustu aldar. Ný háskólabygging sem hýsir Háskólann í Reykjavík (HR) í Nauthólsvík er risin og fyrsti áfangi tekinn í notkun. Í nýbyggingu HR verður nútímaleg aðstaða fyrir um 3.000 nemendur og yfir 250 fastráðna starfsmenn háskólans. Aðstaða til náms, nýsköpunar og rannsókna verður í fremstu röð sem gefur okkur tækifæri að sækja fram af enn meiri krafti inn í 21. öldina. Byggingin styður við þá hugmyndafræði háskólans að draga sem mest úr deildarmúrum og tryggja sem best og mest samskipti nemenda og kennara. Nýsköpun og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag mun einkenna alla starfsemi skólans, auk þess sem áhersla verður lögð á að HR verði alþjóðlegur háskóli og stuðli þannig að miðlun og sköpun þekkingar fyrir alþjóðasamfélagið. Við Íslendingar eigum að líta á menntastarfsemi sem atvinnu- og gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem taki þátt í endurreisn efnahagslífsins. Fjárhagsstaða HR er góðRekstur HR hefur verið jákvæður undanfarin ár. Þannig hefur verið hægt að takast á við kostnaðarsama flutninga og akademíska uppbyggingu háskólans. Næstu ár verða vissulega erfið eins og hjá öllum öðrum sem þurfa að takast á við niðurskurð. Mikilvægt er að stjórnvöld gangi ekki of langt í niðurskurði til háskólanna, því menntakerfið er nú sem fyrr ein af grunnstoðum samfélagsins auk þess sem þekkt er að menntun og nýsköpun gegna lykilhlutverkum í endurreisn atvinnulífsins. Til að mæta auknum kostnaði og lægri framlögum frá ríkinu til háskólastarfsemi, hefur HR eins og aðrir háskólar ráðist í ýmsar nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, m.a. hefur skólinn lækkað rekstrarkostnað og laun starfsmanna. Einnig var á árinu 2008 ákveðið að fresta byggingu tveggja álma nýbyggingar HR. Mikilvægur þáttur í eflingu háskólastarfs á ÍslandiÖflugur háskóli þarf að hafa sérhannaða byggingu fyrir sína starfsemi. Það er því gleðilegur áfangi fyrir háskólamenntun og rannsóknir á Íslandi að nýbygging HR hafi risið og sé komin í notkun. Með þessari nýju aðstöðu og áframhaldandi uppbyggingu á akademískum styrk, er hægt að sinna enn betur atvinnulífsgreinum á sviði tækni- og verkfræði, viðskipta og lögfræði og öðrum lykilþáttum atvinnulífsins. Nýbygging HR ásamt öflugum akademískum styrk skólans kemur honum í fremstu röð háskóla í okkar nágrannalöndum á þeim fræðasviðum sem hann starfar.Það er ástæða til að óska Reykvíkingum og landsmönnum öllum til hamingju með þessa háskólabyggingu og þá öflugu starfsemi sem þar mun fara fram. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í þessu verkefni og vil ég fyrir hönd Háskólans í Reykjavík þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu sig fram um að gera þessa byggingu að veruleika. Hlutverk háskólanna hér á landi mun, eins og og það var á fyrstu árum lýðveldis á Íslandi á síðustu öld, vera mikilvægur þáttur í endurreisninni og við stöndum nú sterkari en áður í þeirri baráttu með okkar öfluga og fjölbreytta háskólasamfélag.Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Þorkell Sigurlaugsson skrifar um háskólastarf á Íslandi. Á næsta ári eru 100 ár síðan háskólastarf hófst á Íslandi í Alþingishúsinu við Austurvöll. Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í nýja og glæsilega byggingu austan Suðurgötu. Það var mikið átak á sínum tíma enda höfðu verið miklir erfiðleikar í efnahagslífinu og þeir svartsýnustu jafnvel spáð þjóðargjaldþroti. Stofnun Háskóla Íslands og glæsileg uppbygging hans á síðustu öld var eitt mikilvægasta verkefnið við að þróa nútímalegt velferðarsamfélag á Íslandi þar sem góð menntun var lykillinn að hagsæld þjóðarinnar og um leið liður í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Happdrætti Háskóla Íslands, stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt dyggilega við uppbyggingu húsnæðis Háskóla Íslands í gegnum tíðina, enda skiptir gott húsnæði miklu máli fyrir gæði kennslu og rannsókna.Tímamót árið 2010 – nýbygging HRNú eru aftur komin tímamót og vill svo til að þau ber einnig upp á erfiðleikatímum í efnahagslífi landsmanna eins og voru á fjórða áratug síðustu aldar. Ný háskólabygging sem hýsir Háskólann í Reykjavík (HR) í Nauthólsvík er risin og fyrsti áfangi tekinn í notkun. Í nýbyggingu HR verður nútímaleg aðstaða fyrir um 3.000 nemendur og yfir 250 fastráðna starfsmenn háskólans. Aðstaða til náms, nýsköpunar og rannsókna verður í fremstu röð sem gefur okkur tækifæri að sækja fram af enn meiri krafti inn í 21. öldina. Byggingin styður við þá hugmyndafræði háskólans að draga sem mest úr deildarmúrum og tryggja sem best og mest samskipti nemenda og kennara. Nýsköpun og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag mun einkenna alla starfsemi skólans, auk þess sem áhersla verður lögð á að HR verði alþjóðlegur háskóli og stuðli þannig að miðlun og sköpun þekkingar fyrir alþjóðasamfélagið. Við Íslendingar eigum að líta á menntastarfsemi sem atvinnu- og gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem taki þátt í endurreisn efnahagslífsins. Fjárhagsstaða HR er góðRekstur HR hefur verið jákvæður undanfarin ár. Þannig hefur verið hægt að takast á við kostnaðarsama flutninga og akademíska uppbyggingu háskólans. Næstu ár verða vissulega erfið eins og hjá öllum öðrum sem þurfa að takast á við niðurskurð. Mikilvægt er að stjórnvöld gangi ekki of langt í niðurskurði til háskólanna, því menntakerfið er nú sem fyrr ein af grunnstoðum samfélagsins auk þess sem þekkt er að menntun og nýsköpun gegna lykilhlutverkum í endurreisn atvinnulífsins. Til að mæta auknum kostnaði og lægri framlögum frá ríkinu til háskólastarfsemi, hefur HR eins og aðrir háskólar ráðist í ýmsar nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, m.a. hefur skólinn lækkað rekstrarkostnað og laun starfsmanna. Einnig var á árinu 2008 ákveðið að fresta byggingu tveggja álma nýbyggingar HR. Mikilvægur þáttur í eflingu háskólastarfs á ÍslandiÖflugur háskóli þarf að hafa sérhannaða byggingu fyrir sína starfsemi. Það er því gleðilegur áfangi fyrir háskólamenntun og rannsóknir á Íslandi að nýbygging HR hafi risið og sé komin í notkun. Með þessari nýju aðstöðu og áframhaldandi uppbyggingu á akademískum styrk, er hægt að sinna enn betur atvinnulífsgreinum á sviði tækni- og verkfræði, viðskipta og lögfræði og öðrum lykilþáttum atvinnulífsins. Nýbygging HR ásamt öflugum akademískum styrk skólans kemur honum í fremstu röð háskóla í okkar nágrannalöndum á þeim fræðasviðum sem hann starfar.Það er ástæða til að óska Reykvíkingum og landsmönnum öllum til hamingju með þessa háskólabyggingu og þá öflugu starfsemi sem þar mun fara fram. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í þessu verkefni og vil ég fyrir hönd Háskólans í Reykjavík þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu sig fram um að gera þessa byggingu að veruleika. Hlutverk háskólanna hér á landi mun, eins og og það var á fyrstu árum lýðveldis á Íslandi á síðustu öld, vera mikilvægur þáttur í endurreisninni og við stöndum nú sterkari en áður í þeirri baráttu með okkar öfluga og fjölbreytta háskólasamfélag.Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun