Erlent

Sprengjumaður reiddist veggjakroti

Lors Doukaiev. Veggjakrot getur verið varasamt.
Lors Doukaiev. Veggjakrot getur verið varasamt. Mynd/Danska lögreglan.

Ástæðan fyrir því að sprengjumaðurinn svokallaði lagði leið sína til Danmerkur er sögð sú að hann reiddist mjög veggjakroti sem hann sá í Kaupmannahöfn árið 2008.

Danska blaðið BT sendi blaðamann sinn til belgiska bæjarins þar sem Lors Doukaiev hefur búið undanfarin fimm ár.

Blaðamaðurinn ræddi meðal annars við eiginkonu þjálfarans sem þjálfaði Doukaiev í hnefaleikum.

Hún segir að Tsjetseninn hafi verið mjög trúaður múslimi. Hann hafi farið í námsferð til Danmerkur árið 2008  og komið mjög reiður til baka eftir að hann hafði séð veggjakrot þar sem hæðst var að islamstrú og múslimum.

Kannski hefur hann haft í huga Múhameðsteikningar Jyllanedsposten og þetta hafi verið kornið sem fyllti mælinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×