Erlent

Páfinn heimsækir Bretland

Búist er við tugþúsundum manna á götum Edinborgar í Skotlandi í dag þegar Benedikt páfi kemur í heimsókn til borgarinnar. Páfi mun byrja á því að hitta Elísabetu Bretadrottningu og síðan fer hann í skrúðgöngu um borgina. Síðar mun hann verða viðstaddur útimessu í Glasgow.

Koma páfa til Bretlandseyja hefur mætt nokkurri andstöðu og hafa mótmæli víða verið skipulögð gegn afstöðu páfans til getnaðarvarna, réttinda samkynhneigðra og fóstureyðinga. Þetta er fyrsta heimsókn páfa til Bretlands frá árinu 1982.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×