Erlent

Rowling útilokar ekki fleiri Harry Potter bækur

Rowling skrifaði sjö bækur um Harry Potter.
Rowling skrifaði sjö bækur um Harry Potter.

Rithöfundurinn JK Rowling hefur gefið í skyn að hún muni skrifa fleiri bækur um hetju sína galdrasveininn Harry Potter.

Rowling segir í sjónvarpsþætti Opruh Winfrey að persónur Harry Potter bókanna séu enn í hugsunum sínum og hún gæti vel skrifað fleiri bækur um þær.

Áður hafði Rowling gefið út yfirlýsingu um að hún væri hætt að skrifa bækur um Harry Potter.

Í samtalinu við Opruh segir Rowling að hún vilja ekki segja núna að hún muni ekki skrifa fleiri bækur um Harry Potter í framtíðinni. Ekki er að efa að aðdáendur galdrasveinsins munu taka þessum tíðindum fagnandi.

Fram kemur í samtalinu að Rowling hefur áhyggjur af því að börn hennar kynnist Harry Potter fyrst í gegnum kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið um hann en ekki með því að lesa bækur sínar. Hún er þegar farin að lesa upp úr bókunum fyrir yngsta son sinn, hinn sjö ára gamla Davíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×