Birgir Leifur Íslandsmeistari í golfi í fjórða skipti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2010 18:05 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Stefán Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004. Birgir Leifur vann Íslandsmótið með þriggja högga mun en hann lék holurnar 18 í dag á einu höggi undir pari og endaði mótið því á parinu. Birgir Leifur er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli og stimplaði sig heldur betur inn í Kiðjaberginu með frábærri spilamennsku. Hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum á þriðja hring en bætti heldur betur fyrir það á sömu níu holunum í dag. Sigmundur Einar Másson var með eins höggs forkost fyrir lokadaginn og byrjaði lokahringinn á því að fá tvo fugla á fyrstu sex holunum. Sigmundur náði þó ekki að fylgja því eftir og á 11. til 13. holur skildu leiðir hjá honum og Birgi Leif. Sigmundur tapaði þá þremur höggum á sama tíma og Birgir Leifur fékk tvo fugla. Birgir Leifur stakk andstæðinga sína hreinlega af á þessum kafla og náði mest sex högga forskoti. Eftir það var spennan mest í kringum það hver yrði í öðru sætinu. Kristján Þór Einarsson úr Kili lék mjög vel í dag og tryggði sér annað sætið með því að spila lokahringinn á tveimur höggum undir pari. Sigmundur Einar varð í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Kristjáni.Lokastaða efstu karla á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Par 2. Kristján Þór Einarsson, GKj +3 3. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +6 5. Hlynur Geir Hjartarson, GK +8 6. Heiðar Davíð Bragason, GHD +9 7. Stefán Már Stefánsson, GR +10 8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR +11 9. Örvar Samúelsson, GA +13 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +13 9. Axel Bóasson, GK+13 9. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG +13 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR +14 14. Haraldur Franklín Magnús, GR +15 15. Birgir Guðjónsson, GR +17 15. Helgi Birkir Þórisson, GSE +17 Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004. Birgir Leifur vann Íslandsmótið með þriggja högga mun en hann lék holurnar 18 í dag á einu höggi undir pari og endaði mótið því á parinu. Birgir Leifur er nýkominn af stað eftir erfið meiðsli og stimplaði sig heldur betur inn í Kiðjaberginu með frábærri spilamennsku. Hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum á þriðja hring en bætti heldur betur fyrir það á sömu níu holunum í dag. Sigmundur Einar Másson var með eins höggs forkost fyrir lokadaginn og byrjaði lokahringinn á því að fá tvo fugla á fyrstu sex holunum. Sigmundur náði þó ekki að fylgja því eftir og á 11. til 13. holur skildu leiðir hjá honum og Birgi Leif. Sigmundur tapaði þá þremur höggum á sama tíma og Birgir Leifur fékk tvo fugla. Birgir Leifur stakk andstæðinga sína hreinlega af á þessum kafla og náði mest sex högga forskoti. Eftir það var spennan mest í kringum það hver yrði í öðru sætinu. Kristján Þór Einarsson úr Kili lék mjög vel í dag og tryggði sér annað sætið með því að spila lokahringinn á tveimur höggum undir pari. Sigmundur Einar varð í þriðja sæti tveimur höggum á eftir Kristjáni.Lokastaða efstu karla á Íslandsmótinu í höggleik 2010: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG Par 2. Kristján Þór Einarsson, GKj +3 3. Sigmundur Einar Másson, GKG +5 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +6 5. Hlynur Geir Hjartarson, GK +8 6. Heiðar Davíð Bragason, GHD +9 7. Stefán Már Stefánsson, GR +10 8. Alfreð Brynjar Kristinsson, GR +11 9. Örvar Samúelsson, GA +13 9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +13 9. Axel Bóasson, GK+13 9. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG +13 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR +14 14. Haraldur Franklín Magnús, GR +15 15. Birgir Guðjónsson, GR +17 15. Helgi Birkir Þórisson, GSE +17
Golf Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira