Ríkisútvarpið 80 ára: Ákall til eigenda Hjálmar Sveinsson skrifar 16. desember 2010 05:30 Um daginn var fluttur þáttur á rás eitt í Ríkisútvarpinu um skáldið og prestinn Matthías Jochumsson. Ég var eitthvað að bauka heima hjá mér þegar útvarpsraddir, lágvær söngur og píanóleikur fönguðu athyglina. Úr þessu varð dýrmæt útvarpsstund því þátturinn var svo fræðandi og fallega settur saman. Svona þáttur fyllir mann fögnuði yfir því að vera til og vera hluti af íslenskri sögu. Ekki sakar að vera meðeigandi að þessari stofnun, Ríkisútvarpinu, sem fagnar nú í desember 80 ára afmæli sínu. Heiðurinn að þættinum, og fjölmörgum öðrum frábærum útvarpsþáttum, á dagskrárgerðarfólkið á rás eitt. Þetta er rifjað hér upp til að minna á það sem er vel gert í Ríkisútvarpinu og óska því til hamingju með afmælið. Ríkisútvarpið er fjölmiðill mannúðarstefnu, húmanisma. Einmitt þannig var útvarpsþátturinn um Matthías Jochumsson og þannig var fallegi þátturinn um Reyni Pétur sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir fáeinum dögum. Á dögunum fékk Ríkisútvarpið viðurkenningu EBU - Sambands evrópskra útvarpsstöðva - fyrir bestu sjónvarpsfréttaumfjöllun ársins 2010. Viðurkenningin var veitt fyrir fréttaumfjöllun um eldgosið í Eyjafjallajökli og um afleiðingar fjármálahrunsins. Þessi viðurkenning vakti ekki verðskuldaða athygli hér á landi. Það breytir ekki því sem kemur fram í skoðanakönnunum aftur og aftur að Ríkisútvarpið nýtur langmestrar virðingar íslenskra fjölmiðla. Þessi góði árangur byggir umfram allt á þeim starfsháttum sem hafa þróast á Ríkisútvarpinu í 80 ár og á kunnáttu og menntun starfsfólksins. Það þýðir ekki að Ríkisútvarpið sé hafið yfir gagnrýni. Um daginn skrifuðu á annað á annað þúsund manns nafn sitt á lista þar sem mótmælt var „skoðanakúgun undir yfirskini hlutleysis". Margir þekktir rithöfundar fylgdu listanum úr hlaði. Tilefnið var fyrirvaralaus uppsögn pistlahöfundarins Láru Hönnu og fréttamannsins Þórhalls Jósepssonar. Inn í þetta blandaðist einnig pirringur yfir því að Ríkisútvarpið virtist lengi vel ætla algjörlega að hunsa kosningar fyrir stjórnlagaþingið og bera við hlutleysisstefnu. Það er jafnvægislist að stjórna Ríkisútvarpinu og hefur ekki alltaf tekist vel. Það er heldur ekki von. Íslenska flokkapólitíkin lá í áratugi eins og mara yfir útvarpinu, starfsfólki þess og stjórnendum. Það var hlutskipti útvarpsstjóra að reyna að standa vörð um sjálfstæði útvarpsins. Strax í árdaga varð útvarpsráð mjög flokkspólitískt. Ráðið samþykkti í júlí 1931 að fréttamenn og útvarpsstjóri skyldu bera allar fréttir og frásagnir fyrir útvarpsráð sem kynnu að valda gremju eða hneykslun. Útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, neitaði að hlíta þessum fyrirmælum en óskaði þess í stað eftir almennum vinnureglum fyrir fréttamenn til að vinna eftir. Síðustu stóru flokkspólitísku atlögunni að sjálfstæði útvarpsins var einnig hrundið af starfsfólki þess árið 2005. Þá neyddi þáverandi formaður útvarpsráðs útvarpsstjórann til að taka mann, sem sáralítið hafði starfað við fréttamennsku, fram yfir nokkra af reyndustu fréttamönnum landsins og skipa hann í stöðu fréttastjóra. Það snerist í höndunum á formanninum en fljótlega eftir það var ákveðið að breyta Ríkisútvarpinu í einkahlutfélag í opinberri eigu. Sú ráðstöfun er umdeild. Útvarpsráð var lagt niður en í stað þess skipar Alþingi stjórn Ríkisútvarpsins ohf., sem virðist eingöngu hafa það hlutverk að fylgjast með rekstrinum. Í Ríkisútvarpinu ohf. hefur útvarpsstjórinn nánast alræðisvald yfir dagskránni og mannaráðningum. Það fyrirkomulag kallar á lóðrétta forstjórastjórnun en gott útvarp byggir fyrst og fremst á láréttu samráði dagskrárgerðarfólks um áherslur, áferð, efnistök og stefnu. Hættan við hina lóðréttu stjórnun er meðal annars sú að hún getur drepið niður frumkvæði starfsfólksins og um leið ánægju þess af starfinu. Önnur hætta sem núverandi fyrirkomulag felur í sér er sú ráðstöfun að afnema afnotagjöld og hafa þess í stað nefskatt. Við það missir Ríkisútvarpið fjárhagslegt sjálfstæði. Alþingi getur tekið sér það vald að ráðskast með þennan skatt nokkurn veginn eins og það vill, jafnvel þótt í lögunum standi að skatturinn sé tekjustofn Ríkisútvarpsins. Alþingi hefur nú lífæð útvarpsins í höndum sér. Hlutafélagavæðing útvarpsins hefur kosti og galla. Nú hlýtur að vera komið að því að ræða það opið og fordómalaust með það fyrir augum að draga úr göllunum eins og hægt er. Minna má á að við eigendur Ríkisútvarpsins erum oft tilætlunarsöm og megum líka að vera það. En okkur ber einnig skylda til að gera eitthvað fyrir afmælisbarnið. Annars veslast það bara upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Um daginn var fluttur þáttur á rás eitt í Ríkisútvarpinu um skáldið og prestinn Matthías Jochumsson. Ég var eitthvað að bauka heima hjá mér þegar útvarpsraddir, lágvær söngur og píanóleikur fönguðu athyglina. Úr þessu varð dýrmæt útvarpsstund því þátturinn var svo fræðandi og fallega settur saman. Svona þáttur fyllir mann fögnuði yfir því að vera til og vera hluti af íslenskri sögu. Ekki sakar að vera meðeigandi að þessari stofnun, Ríkisútvarpinu, sem fagnar nú í desember 80 ára afmæli sínu. Heiðurinn að þættinum, og fjölmörgum öðrum frábærum útvarpsþáttum, á dagskrárgerðarfólkið á rás eitt. Þetta er rifjað hér upp til að minna á það sem er vel gert í Ríkisútvarpinu og óska því til hamingju með afmælið. Ríkisútvarpið er fjölmiðill mannúðarstefnu, húmanisma. Einmitt þannig var útvarpsþátturinn um Matthías Jochumsson og þannig var fallegi þátturinn um Reyni Pétur sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir fáeinum dögum. Á dögunum fékk Ríkisútvarpið viðurkenningu EBU - Sambands evrópskra útvarpsstöðva - fyrir bestu sjónvarpsfréttaumfjöllun ársins 2010. Viðurkenningin var veitt fyrir fréttaumfjöllun um eldgosið í Eyjafjallajökli og um afleiðingar fjármálahrunsins. Þessi viðurkenning vakti ekki verðskuldaða athygli hér á landi. Það breytir ekki því sem kemur fram í skoðanakönnunum aftur og aftur að Ríkisútvarpið nýtur langmestrar virðingar íslenskra fjölmiðla. Þessi góði árangur byggir umfram allt á þeim starfsháttum sem hafa þróast á Ríkisútvarpinu í 80 ár og á kunnáttu og menntun starfsfólksins. Það þýðir ekki að Ríkisútvarpið sé hafið yfir gagnrýni. Um daginn skrifuðu á annað á annað þúsund manns nafn sitt á lista þar sem mótmælt var „skoðanakúgun undir yfirskini hlutleysis". Margir þekktir rithöfundar fylgdu listanum úr hlaði. Tilefnið var fyrirvaralaus uppsögn pistlahöfundarins Láru Hönnu og fréttamannsins Þórhalls Jósepssonar. Inn í þetta blandaðist einnig pirringur yfir því að Ríkisútvarpið virtist lengi vel ætla algjörlega að hunsa kosningar fyrir stjórnlagaþingið og bera við hlutleysisstefnu. Það er jafnvægislist að stjórna Ríkisútvarpinu og hefur ekki alltaf tekist vel. Það er heldur ekki von. Íslenska flokkapólitíkin lá í áratugi eins og mara yfir útvarpinu, starfsfólki þess og stjórnendum. Það var hlutskipti útvarpsstjóra að reyna að standa vörð um sjálfstæði útvarpsins. Strax í árdaga varð útvarpsráð mjög flokkspólitískt. Ráðið samþykkti í júlí 1931 að fréttamenn og útvarpsstjóri skyldu bera allar fréttir og frásagnir fyrir útvarpsráð sem kynnu að valda gremju eða hneykslun. Útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, neitaði að hlíta þessum fyrirmælum en óskaði þess í stað eftir almennum vinnureglum fyrir fréttamenn til að vinna eftir. Síðustu stóru flokkspólitísku atlögunni að sjálfstæði útvarpsins var einnig hrundið af starfsfólki þess árið 2005. Þá neyddi þáverandi formaður útvarpsráðs útvarpsstjórann til að taka mann, sem sáralítið hafði starfað við fréttamennsku, fram yfir nokkra af reyndustu fréttamönnum landsins og skipa hann í stöðu fréttastjóra. Það snerist í höndunum á formanninum en fljótlega eftir það var ákveðið að breyta Ríkisútvarpinu í einkahlutfélag í opinberri eigu. Sú ráðstöfun er umdeild. Útvarpsráð var lagt niður en í stað þess skipar Alþingi stjórn Ríkisútvarpsins ohf., sem virðist eingöngu hafa það hlutverk að fylgjast með rekstrinum. Í Ríkisútvarpinu ohf. hefur útvarpsstjórinn nánast alræðisvald yfir dagskránni og mannaráðningum. Það fyrirkomulag kallar á lóðrétta forstjórastjórnun en gott útvarp byggir fyrst og fremst á láréttu samráði dagskrárgerðarfólks um áherslur, áferð, efnistök og stefnu. Hættan við hina lóðréttu stjórnun er meðal annars sú að hún getur drepið niður frumkvæði starfsfólksins og um leið ánægju þess af starfinu. Önnur hætta sem núverandi fyrirkomulag felur í sér er sú ráðstöfun að afnema afnotagjöld og hafa þess í stað nefskatt. Við það missir Ríkisútvarpið fjárhagslegt sjálfstæði. Alþingi getur tekið sér það vald að ráðskast með þennan skatt nokkurn veginn eins og það vill, jafnvel þótt í lögunum standi að skatturinn sé tekjustofn Ríkisútvarpsins. Alþingi hefur nú lífæð útvarpsins í höndum sér. Hlutafélagavæðing útvarpsins hefur kosti og galla. Nú hlýtur að vera komið að því að ræða það opið og fordómalaust með það fyrir augum að draga úr göllunum eins og hægt er. Minna má á að við eigendur Ríkisútvarpsins erum oft tilætlunarsöm og megum líka að vera það. En okkur ber einnig skylda til að gera eitthvað fyrir afmælisbarnið. Annars veslast það bara upp.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun