Innlent

Vilja að starfsmenn taki þátt í gerð fjárhagsáætlunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn vilja að starfsmenn borgarinnar komi að gerð fjárhagsáætlunar. Mynd/ Vilhelm.
Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn vilja að starfsmenn borgarinnar komi að gerð fjárhagsáætlunar. Mynd/ Vilhelm.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að starfsmenn Reykjavíkurborgar taki þátt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Þeir fluttu tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í dag.

Sjálfstæðismenn segja að í kjölfar efnahagshrunsins hafi borgarstjórn leitað eftir víðtæku samstarfi við sem flesta um farsælar lausnir í fjárhagsáætlanagerðinni. Ein þeirra nýjunga sem efnt hafi verið til, var að óska eftir aðkomu starfsmanna Reykjavíkurborgar að þessu stóra verkefni. Þannig hafi öllu starfsfólki borgarinnar boðið til þátttöku, ýmist með sérstökum fundum og vinnustofum um hagræðingarverkefni eða starfsfólk gat lagt fram tillögur í sérstakan hugmyndabanka á netinu.

Sjálfstæðismenn segja að hátt í þrjú þúsund starfsmenn hafi tekið þátt og um 1.500 tillögur til hagræðingar hafi komið fram. Fyrir tilstuðlan þessa verkefnis hafi Reykjavíkurborg verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna Eurocities - samtaka borga í Evrópu árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×