Innlent

Hver listnemi kostar allt að þremur milljónum króna

Frá útskriftarsýningu nemenda Lista­háskólans árið 2007. Áætlað er að 353 stundi listnám við skólann á næsta ári og þrjátíu kennaranám. 
fréttablaðið/hrönn
Frá útskriftarsýningu nemenda Lista­háskólans árið 2007. Áætlað er að 353 stundi listnám við skólann á næsta ári og þrjátíu kennaranám. fréttablaðið/hrönn
Verja á samtals 9,4 milljörðum króna til kennslu í háskólum landsins á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Fjárframlög til hvers skóla um sig eru ákveðin út frá reiknilíkani þar sem tekið er tillit til kostnaðar við kennsluna.

Eins og sést í meðfylgjandi töflu eru verðflokkar náms á bilinu 474 til 2.226 þúsund krónur á ársnemanda. Listaháskólinn er ekki með í töflunni en í fjárlagafrumvarpinu segir að verð á ársnemanda í honum séu á bilinu 731 til 2.995 þúsund krónur. Kostnaður við háskólanám ræðst af ýmsu, svo sem tækjabúnaði, þjálfun, æfingum og notkun sérhæfðs búnaðar.

Samkvæmt áætlun mennta- og menningarmálaráðuneytisins munu 6.400 manns stunda nám á sviði félags- og mannvísinda, guðfræði og lögfræði og í öðrum sambærilegum greinum á næsta ári. 2.230 verða í kennaranámi og annar eins fjöldi í raunvísindanámi á borð við verk- og tæknifræði. 353 verða í listnámi, 350 í læknisfræði og 55 í tannlæknanámi.

bjorn@frettabladid.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×