Erlent

Fluttir til að vera étnir

Óli Tynes skrifar
Ljón éta sebrahest.
Ljón éta sebrahest.

Í Kenya er verið að safna saman þúsundum sebrahesta sem eiga að verða bráð fyrir ljón og hýenur.

Þyrlur og jeppar eru notaðir til þess að smala sebrahestunum inn í girðingar.

Þaðan verða þeir fluttir með trukkum í Amboseli þjóðgarðinn þar sem ljón og hýenur munu drepa þá og éta. Ætlunin er að flytja um sjöþúsund dýr í Amboseli.

Ástæðan er sú að sebrahestum, gnýum og öðrum skepnum sem eru á matseðli ljóna hefur fækkað mjög í þjóðgarðinum vegna þurrka.

Rándýrin eru því farin að sækja í búfénað bænda. Þessvegna var ákveðið að flytja bráð frá öðrum landshlutum til Amboseli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×