Lífið

Skilnaðurinn andlegt ferðalag

Leona Lewis. MYND/Cover Media
Leona Lewis. MYND/Cover Media

Söngkonan Leona Lewis segir að sambandsslitin við unnustann, Lou Al-Chamaa, sem hún var með í 10 ára hafi verið andlegt ferðalag. 

Eftir að Leona sigraði X Factor keppnina í Bretlandi árið 2006 hefur hún einbeitt sér að tónlistarferlinum í Bandaríkjunum á meðan unnustinn dvaldi á heimil þeirra í Bretlandi.

Hún hefur tekið sér langan tíma til að jafna sig á skilnaðinum og hætti meira að segja við langt tónleikaferðalag.

Þrátt fyrir að Leona hafi tekið skilnaðinn gríðarlega nærri sér er hún sátt í dag og leggur sig alla fram við að sjá heildarmyndina og hvernig hún getur lært af sárri reynslunni.

„Leona er að reyna að loka sambandinu endanlega. Í dag lítur hún á reynsluna sem andlegt ferðalag. Hún er þakklát fyrir að þau hættu saman núna en ekki eftir fimmtán ár," er haft eftir nánum vini söngkonunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.