Vonast eftir partýstemningu 6. september 2010 07:30 Heimildarmynd Árna Sveinssonar, Backyard, verður opnunarmynd Bíó Paradísar. Myndin sló í gegn á Skjaldborgarhátíðinni í ár. fréttablaðið/stefán Heimildarmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, verður opnunarmynd hins nýja kvikmyndahúss Bíó Paradís, sem opnar í gamla Regnboganum þann 15.september. Myndin var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár og fjallar hún um ákveðna tónlistarsenu sem ríkir í Reykjavík í dag. Árni segir það mikinn heiður að myndin hafi verið valin sem opnunarmynd bíóhússins og stendur hann nú í ströngu við að undirbúa frumsýninguna. „Við erum bara í góðum fíling að undirbúa okkur. Við erum að vonast til að geta endurtekið leikinn frá því á Skjaldborg. Þá ríkti svakaleg stemning í salnum því fólk komst í svo mikið stuð við tónlistina sem spiluð er í myndinni. Partýið hélt svo áfram eftir myndina og langt fram á nótt,“ segir Árni. Inntur eftir því hvort kalla megi Backyard íslensku útgáfuna af söngmyndinni Mamma Mía vegna látanna í salnum segir hann hlæjandi: „Já, það mætti segja að þetta sé hin íslenska Mamma Mía, fólk syngur með og kemst í mikið stuð.“ Upphaflega stóð til að Bíó Paradís mundi opna mun fyrr í mánuðinum, hefði það gengið eftir hefði sú skrítna staða komið upp að enginn meðlimur hljómsveitanna sem komu fram í Backyard hefðu geta verið viðstaddir frumsýninguna. „Fyrst leit út fyrir að engin af hljómsveitunum gætu mætt á sýninguna því þær voru allar einhverstaðar úti í löndum. En þar sem dagsetningin breyttist sýnist mér nú að allir nema tveir geti mætt, sem eru góðar fréttir,“ segir hann. Myndin hefur verið send á nokkrar kvikmyndahátíðir víða um heim og að sögn Árna hefur hann þegar fengið boð á nokkrar hátíðir. „Við erum bara að velta þessu fyrir okkur og spá í hvað við viljum gera.“ -sm Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Heimildarmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, verður opnunarmynd hins nýja kvikmyndahúss Bíó Paradís, sem opnar í gamla Regnboganum þann 15.september. Myndin var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár og fjallar hún um ákveðna tónlistarsenu sem ríkir í Reykjavík í dag. Árni segir það mikinn heiður að myndin hafi verið valin sem opnunarmynd bíóhússins og stendur hann nú í ströngu við að undirbúa frumsýninguna. „Við erum bara í góðum fíling að undirbúa okkur. Við erum að vonast til að geta endurtekið leikinn frá því á Skjaldborg. Þá ríkti svakaleg stemning í salnum því fólk komst í svo mikið stuð við tónlistina sem spiluð er í myndinni. Partýið hélt svo áfram eftir myndina og langt fram á nótt,“ segir Árni. Inntur eftir því hvort kalla megi Backyard íslensku útgáfuna af söngmyndinni Mamma Mía vegna látanna í salnum segir hann hlæjandi: „Já, það mætti segja að þetta sé hin íslenska Mamma Mía, fólk syngur með og kemst í mikið stuð.“ Upphaflega stóð til að Bíó Paradís mundi opna mun fyrr í mánuðinum, hefði það gengið eftir hefði sú skrítna staða komið upp að enginn meðlimur hljómsveitanna sem komu fram í Backyard hefðu geta verið viðstaddir frumsýninguna. „Fyrst leit út fyrir að engin af hljómsveitunum gætu mætt á sýninguna því þær voru allar einhverstaðar úti í löndum. En þar sem dagsetningin breyttist sýnist mér nú að allir nema tveir geti mætt, sem eru góðar fréttir,“ segir hann. Myndin hefur verið send á nokkrar kvikmyndahátíðir víða um heim og að sögn Árna hefur hann þegar fengið boð á nokkrar hátíðir. „Við erum bara að velta þessu fyrir okkur og spá í hvað við viljum gera.“ -sm
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira