Schumacher nýtur mests stuðnings 23. mars 2010 11:40 Michael Schumacher á sér marga fylgismenn víða um heim. mynd: Getty Images Formúlu 1 áhugamenn um heim allan tóku þátt í víðtækri könnun á vegum FOTA, samtaka keppnisliða og F1 racing tímaritsins í vetur. Samkvæmt henni er Michael Schumacher með mest fylgi ökumanna. Yfir 90.000 manns í 180 löndum tóku þátt í könnuninni, sem var gerð í febrúar. Schumacher fékk stuðning 19.5% aðspurðra, Fernando Alonso 9.7, Kimi Raikkönen 7.2, Felipe Massa 6.1, Lewis Hamilton 6.0 og Robert Kubica 4.3. Ferrari naut mests stuðnings keppnisliða með 30.1%, McLaren 19.1 og Mercedes (Brawn) 10.1%. Þá fagna áhorfendur stigagjöfinni nýju nokkuð vel, þar sem vægi sigurs er miklu meira en áður. Stigagjöfin er 25, 18, 15, 12, 10, 8, 6, 4, 3, 2 og 1 í stað 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 eins og var. Alls telja 44.9 % að stigagjöfin sé góð, en 61.9% telja að vægi fyrsta sætis ætti vera enn meira. Hágæða útsendingar (HD) er á óskalista 65.7%, 53.7% vilja geta valið bíl til að fylgjast með og 52.4% myndu vilja sjá Formúlu 1 á netinu. Vinsælasti kappaksturinn að mati aðspurðra er Mónakó, þá Ítalía, Bretland og Þýskaland. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 áhugamenn um heim allan tóku þátt í víðtækri könnun á vegum FOTA, samtaka keppnisliða og F1 racing tímaritsins í vetur. Samkvæmt henni er Michael Schumacher með mest fylgi ökumanna. Yfir 90.000 manns í 180 löndum tóku þátt í könnuninni, sem var gerð í febrúar. Schumacher fékk stuðning 19.5% aðspurðra, Fernando Alonso 9.7, Kimi Raikkönen 7.2, Felipe Massa 6.1, Lewis Hamilton 6.0 og Robert Kubica 4.3. Ferrari naut mests stuðnings keppnisliða með 30.1%, McLaren 19.1 og Mercedes (Brawn) 10.1%. Þá fagna áhorfendur stigagjöfinni nýju nokkuð vel, þar sem vægi sigurs er miklu meira en áður. Stigagjöfin er 25, 18, 15, 12, 10, 8, 6, 4, 3, 2 og 1 í stað 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 eins og var. Alls telja 44.9 % að stigagjöfin sé góð, en 61.9% telja að vægi fyrsta sætis ætti vera enn meira. Hágæða útsendingar (HD) er á óskalista 65.7%, 53.7% vilja geta valið bíl til að fylgjast með og 52.4% myndu vilja sjá Formúlu 1 á netinu. Vinsælasti kappaksturinn að mati aðspurðra er Mónakó, þá Ítalía, Bretland og Þýskaland.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira