Náungasamfélagið 4. febrúar 2010 06:00 Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Kunningjasamfélagið er eitt af stóru vandamálunum sem Ísland glímir við í dag. Í unningjasamfélagi ganga þau fyrir sem eru tengd okkur á einhvern hátt, á kostnað hagsmuna heildarinnar. Í kunningjasamfélagi skilgreinum við þau sem eru verð umhyggju okkar og góðra verka, eftir því hvernig þau tengjast okkur. Við sjáum öll óréttlætið og óhagkvæmnina sem þrífst í skjóli kunningjasamfélagsins. Það er óréttlátt, því það útilokar suma frá því sem þeim ber. Það er óhagkvæmt vegna þess að sá eða sú rétta víkur fyrir þeim sem kemst áfram á tengslum. Þá fer heildin halloka. Kunningjasamfélagið Ísland þarf að umbreytast. Það þarf að umbreytast yfir í náungasamfélag. Í náungasamfélagi njóta allir sannmælis og eru virtir, óháð hverjum þeir tengjast og hverjum þeir eru kunnir. Í náungasamfélagi sjáum við þarfir og hagsmuni hvert annars og virðum þau sem eru ólík og ókunn okkur. Náungasamfélagið viðurkennir að við erum öll á sama báti og gefur jöfn tækifæri. Við sem búum á Íslandi þurfum að vinna saman að því að gera samfélagið okkar betra, mannvænna og sanngjarnara. Við þurfum að skipta gæðunum jafnt – og ekki láta ráða úrslitum hver sé kunningi okkar, heldur að hver og einn er náungi okkar. Það þýðir að við erum tilbúin að leggja á okkur að sjá til þess að aðrir – náungar okkar – hafi eitthvað til að bíta og brenna, að þeir geti leitað í öruggt skjól og að þeim sé sinnt þegar veikindi knýja dyra. Það þýðir að við leggjum þetta á okkur, án þess að ætlast til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir okkur sjálf. Með því að stíga skrefið frá því kunningjasamfélagi til náungasamfélags, getum við vaxið saman og byggt sanngjarnt og réttlátt Ísland. Þangað eigum við að stefna. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Kunningjasamfélagið er eitt af stóru vandamálunum sem Ísland glímir við í dag. Í unningjasamfélagi ganga þau fyrir sem eru tengd okkur á einhvern hátt, á kostnað hagsmuna heildarinnar. Í kunningjasamfélagi skilgreinum við þau sem eru verð umhyggju okkar og góðra verka, eftir því hvernig þau tengjast okkur. Við sjáum öll óréttlætið og óhagkvæmnina sem þrífst í skjóli kunningjasamfélagsins. Það er óréttlátt, því það útilokar suma frá því sem þeim ber. Það er óhagkvæmt vegna þess að sá eða sú rétta víkur fyrir þeim sem kemst áfram á tengslum. Þá fer heildin halloka. Kunningjasamfélagið Ísland þarf að umbreytast. Það þarf að umbreytast yfir í náungasamfélag. Í náungasamfélagi njóta allir sannmælis og eru virtir, óháð hverjum þeir tengjast og hverjum þeir eru kunnir. Í náungasamfélagi sjáum við þarfir og hagsmuni hvert annars og virðum þau sem eru ólík og ókunn okkur. Náungasamfélagið viðurkennir að við erum öll á sama báti og gefur jöfn tækifæri. Við sem búum á Íslandi þurfum að vinna saman að því að gera samfélagið okkar betra, mannvænna og sanngjarnara. Við þurfum að skipta gæðunum jafnt – og ekki láta ráða úrslitum hver sé kunningi okkar, heldur að hver og einn er náungi okkar. Það þýðir að við erum tilbúin að leggja á okkur að sjá til þess að aðrir – náungar okkar – hafi eitthvað til að bíta og brenna, að þeir geti leitað í öruggt skjól og að þeim sé sinnt þegar veikindi knýja dyra. Það þýðir að við leggjum þetta á okkur, án þess að ætlast til þess að fá eitthvað í staðinn fyrir okkur sjálf. Með því að stíga skrefið frá því kunningjasamfélagi til náungasamfélags, getum við vaxið saman og byggt sanngjarnt og réttlátt Ísland. Þangað eigum við að stefna. Höfundar eru prestar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar