Viðskipti innlent

Íslandsbanki í mál við stofnfjáreigendur í Eyjafirði

Íslandsbanki hefur höfðað mál gegn stofnfjáreigendum í Eyjafirði vegna stofnfjáraukningar í Sparisjóðí Norðlendinga. Stofnféið aukið á sínum tíma í tengslum við sameiningu við Byr árið 2007.

Ásgeir Helgi Jóhannesson, lögmaður stofnfjáreigenda, segir mikilvægt að staða hins almenna stofnfjáreiganda verði skýrð fyrir dómi. Málið verður þingfest í næsta mánuði.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að stór hluti heimila við Eyjafjörð eigi í miklum fjárhagsvandræðum vegna lána sem tekin voru vegna stofnfjáraukningarinnar. Fréttastofa hefur enn fremur fjallað ítarlega um svipuð mál við Húnaflóann, þar sem fjöldi heimila er skuldum vafinn vegna stofnfjáraukningar í sparisjóðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×