Erlent

Bæjarstjóri myrtur í Mexíkó

Morð í Mexíkó eru mjög tíð og hafa tugþúsundir látið lífið í átökum glæpagengja.
Morð í Mexíkó eru mjög tíð og hafa tugþúsundir látið lífið í átökum glæpagengja. MYND/AP

Bæjarstjóri í bænum Hidalgo í Mexíkó var myrtur um helgina en alda ofbeldis í landinu virðist engan enda ætla að taka. Bæjarstjórinn var skotinn til bana í bifreið sinni og fjögurra ára gömul dóttur hans særðist einnig.

Þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem bæjarstjóri er skotinn til bana á svæðinu og í síðustu viku fundu lögreglumenn gröf 72 manna og kvenna sem eiturlyfjagengi hafði tekið af lífi.

Felipe Calderon forseti Mexíkó hefur fordæmt morðið á bæjarstjóranum en „Zeturnar", hópur fyrrverandi sérsveitarmanna í Mexíkóska hernum eru sagðar bera ábyrgð á morðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×