Erlent

Jesústyttan sýnileg á ný

Jesústyttan fræga gnæfir yfir borginni og sést hún nú á nýjan leik.
Jesústyttan fræga gnæfir yfir borginni og sést hún nú á nýjan leik.
Hin fræga Jesústytta í Rio de Janeiro í Brasilíu er nú aðgengileg ferðamönnum á ný.

Styttan hefur verið í viðgerð síðustu fjóra mánuði þar sem gert var við hana fyrir fjórar milljónir dollara. Það hefur því ekki sést í hana allan þann tíma, en þessa 38 metra háu styttu heimsækja nærri tvær milljónir ferðamanna á hverju ári.

Styttan var afhjúpuð í síðustu viku og lýst upp í gulu og grænu ljósi – litum brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, sem þá var enn í keppninni. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×