Spaugstofuhringnum lokað 1. september 2010 00:01 Spaugstofan og Ari Edwald, forstjóri 365, eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. Fréttablaðið/GVA Spaugstofan er komin yfir á Stöð 2 eftir tvo farsæla áratugi í Sjónvarpinu. Þátturinn verður með óbreyttu sniði og á sama tíma og áður, eða á laugardagskvöldum kl. 19.35. Meðlimir Spaugstofunnar undirrituðu tveggja ára samning við Stöð 2 í Þjóðmenningarhúsinu í gær um að ástsælasti sjónvarpsþáttur þjóðarinnar undanfarin tuttugu ár yrði þar á dagskrá frá og með 9. október. Spaugstofan verður áfram á sínum gamalgróna sýningartíma, á laugardögum kl. 19.35, og keppir því við nýjan skemmtiþátt Góa sem verður á sama tíma í Sjónvarpinu. „Þetta er eins og þeir segja í fótboltanum, það er enn þá mikill karakter í liðinu og við teljum okkur eiga mikið inni. Leiktíðinni hjá okkur er bara alls ekkert lokið," segir Sigurður Sigurjónsson. Vangaveltur höfðu verið uppi um hvort og þá hvar Spaugstofan yrði á dagskrá í vetur eftir að Sjónvarpið ákvað að nýta sér ekki krafta hennar lengur. Skjár einn var helst nefndur til sögunnar en ekkert varð úr þeim viðræðum. „Þeirra hugmyndir voru um einfaldari gerð af þætti en við sáum okkar hag bestan í að halda honum óbreyttum með því sniði sem hann var og verður áfram," segir Örn Árnason. Kollegi hans, Pálmi Gestsson, bætir við að margir hafi rætt við þá eftir að þeir hættu hjá Sjónvarpinu. „Það var vítamínsprauta að átta sig á því að þegar við gengum út úr RÚV þá var töluverð ásókn í okkur," segir hann. „Það voru aðrir sem vildu gera bíó og alls konar hugmyndir voru í gangi sem fóru ekki lengra," segir hann og útilokar ekki að í framtíðinni verði einmitt gerð bíómynd með Spaugstofunni og hugsanlega verði þættirnir einnig gefnir út á mynddiskum. Pálmi segir þá félaga eldhressa og móralinn framúrskarandi góðan sem fyrr. „Það eru til miklu betri grínistar og betri höfundar og leikarar en við en það er hópurinn sem er galdurinn." Randveri Þorlákssyni var á sínum tíma sagt upp hjá Spaugstofunni vegna niðurskurðar og þótti mörgum það miður. Spurður segir Pálmi það ekki á döfinni að taka hann aftur inn í hópinn nú þegar þátturinn er kominn yfir á Stöð 2. „Það hefur einhvern veginn ekki komið upp á borðið. Er ekki svo lítið eftir af peningum í þessu þjóðfélagi að það er betra að hafa færri en fleiri fyrir okkur?" Ari Edwald, forstjóri 365, fagnar komu Spaugstofunnar til Stöðvar 2. Hann segist lengi hafa haft áhuga á að fá þáttinn yfir til sín. „Það hefur ekki verið raunhæft fyrr en þessi skrítna staða kom upp að RÚV gaf þá frá sér. Ég reyndar skil ekki þá ákvörðun en ég segi að sjálfsögðu „takk"," segir Ari. „Það sem skapar tekjurnar í þessari starfsemi er að hafa efni sem fólk vill horfa á. Ég hef engar áhyggjur af því að Spaugstofan muni ekki standa undir sér fjárhagslega." Framleiðsla Spaugstofunnar mun fara fram á vegum Sagafilm í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176 þar sem þættirnir voru einmitt framleiddir fyrstu árin sem þeir voru sýndir. Að vissu leyti má því segja að Spaugstofuhringnum hafi verið lokað. freyr@frettabladid.is Tengdar fréttir „Ætli við þurfum ekki að drepast til að hætta“ Þjóðin getur tekið gleði sína á ný því í dag var gengið frá því að gömlu, góðu heimilisvinirnir Ragnar Reykás, Kristján „heiti ég" Ólafsson og Geir og Grani verði áfram í sjónvarpi, en nú á Stöð 2. 31. ágúst 2010 19:48 Spaugstofan á Stöð 2 Spaugstofan mun verða á Stöð 2 í vetur en fyrsti þátturinn verður sýndur laugardaginn 8. október. Spaugstofan var í tuttugu ár í Ríkissjónvarpinu en sýningum var hætt vegna niðurskurðar. 31. ágúst 2010 14:00 Spaugstofan hættir: Hefðu viljað kveðja áhorfendur Spaugstofan verður ekki áfram á dagskrá Sjónvarpsins í haust vegna boðaðs niðurskurðar stjórnvalda á tekjum RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra á vef RÚV. Karl Ágúst Úlfsson einn meðlima Spaugstofunnar segir að það hafi legið í loftinu í nokkurn tíma að þátturinn yrði lagður niður. Hann er staddur erlendis og fékk fréttirnir í hádeginu. 10. ágúst 2010 13:13 Spaugstofan heldur blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu Spaugstofan hefur boðað til blaðmannafundar klukkan tvö í dag. Athygli vekur að fundurinn fer fram í ÞJóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, en þar hefur ríkisstjórnin oft haldið blaðamannafundi eftir bankahrun. 31. ágúst 2010 11:26 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Spaugstofan er komin yfir á Stöð 2 eftir tvo farsæla áratugi í Sjónvarpinu. Þátturinn verður með óbreyttu sniði og á sama tíma og áður, eða á laugardagskvöldum kl. 19.35. Meðlimir Spaugstofunnar undirrituðu tveggja ára samning við Stöð 2 í Þjóðmenningarhúsinu í gær um að ástsælasti sjónvarpsþáttur þjóðarinnar undanfarin tuttugu ár yrði þar á dagskrá frá og með 9. október. Spaugstofan verður áfram á sínum gamalgróna sýningartíma, á laugardögum kl. 19.35, og keppir því við nýjan skemmtiþátt Góa sem verður á sama tíma í Sjónvarpinu. „Þetta er eins og þeir segja í fótboltanum, það er enn þá mikill karakter í liðinu og við teljum okkur eiga mikið inni. Leiktíðinni hjá okkur er bara alls ekkert lokið," segir Sigurður Sigurjónsson. Vangaveltur höfðu verið uppi um hvort og þá hvar Spaugstofan yrði á dagskrá í vetur eftir að Sjónvarpið ákvað að nýta sér ekki krafta hennar lengur. Skjár einn var helst nefndur til sögunnar en ekkert varð úr þeim viðræðum. „Þeirra hugmyndir voru um einfaldari gerð af þætti en við sáum okkar hag bestan í að halda honum óbreyttum með því sniði sem hann var og verður áfram," segir Örn Árnason. Kollegi hans, Pálmi Gestsson, bætir við að margir hafi rætt við þá eftir að þeir hættu hjá Sjónvarpinu. „Það var vítamínsprauta að átta sig á því að þegar við gengum út úr RÚV þá var töluverð ásókn í okkur," segir hann. „Það voru aðrir sem vildu gera bíó og alls konar hugmyndir voru í gangi sem fóru ekki lengra," segir hann og útilokar ekki að í framtíðinni verði einmitt gerð bíómynd með Spaugstofunni og hugsanlega verði þættirnir einnig gefnir út á mynddiskum. Pálmi segir þá félaga eldhressa og móralinn framúrskarandi góðan sem fyrr. „Það eru til miklu betri grínistar og betri höfundar og leikarar en við en það er hópurinn sem er galdurinn." Randveri Þorlákssyni var á sínum tíma sagt upp hjá Spaugstofunni vegna niðurskurðar og þótti mörgum það miður. Spurður segir Pálmi það ekki á döfinni að taka hann aftur inn í hópinn nú þegar þátturinn er kominn yfir á Stöð 2. „Það hefur einhvern veginn ekki komið upp á borðið. Er ekki svo lítið eftir af peningum í þessu þjóðfélagi að það er betra að hafa færri en fleiri fyrir okkur?" Ari Edwald, forstjóri 365, fagnar komu Spaugstofunnar til Stöðvar 2. Hann segist lengi hafa haft áhuga á að fá þáttinn yfir til sín. „Það hefur ekki verið raunhæft fyrr en þessi skrítna staða kom upp að RÚV gaf þá frá sér. Ég reyndar skil ekki þá ákvörðun en ég segi að sjálfsögðu „takk"," segir Ari. „Það sem skapar tekjurnar í þessari starfsemi er að hafa efni sem fólk vill horfa á. Ég hef engar áhyggjur af því að Spaugstofan muni ekki standa undir sér fjárhagslega." Framleiðsla Spaugstofunnar mun fara fram á vegum Sagafilm í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176 þar sem þættirnir voru einmitt framleiddir fyrstu árin sem þeir voru sýndir. Að vissu leyti má því segja að Spaugstofuhringnum hafi verið lokað. freyr@frettabladid.is
Tengdar fréttir „Ætli við þurfum ekki að drepast til að hætta“ Þjóðin getur tekið gleði sína á ný því í dag var gengið frá því að gömlu, góðu heimilisvinirnir Ragnar Reykás, Kristján „heiti ég" Ólafsson og Geir og Grani verði áfram í sjónvarpi, en nú á Stöð 2. 31. ágúst 2010 19:48 Spaugstofan á Stöð 2 Spaugstofan mun verða á Stöð 2 í vetur en fyrsti þátturinn verður sýndur laugardaginn 8. október. Spaugstofan var í tuttugu ár í Ríkissjónvarpinu en sýningum var hætt vegna niðurskurðar. 31. ágúst 2010 14:00 Spaugstofan hættir: Hefðu viljað kveðja áhorfendur Spaugstofan verður ekki áfram á dagskrá Sjónvarpsins í haust vegna boðaðs niðurskurðar stjórnvalda á tekjum RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra á vef RÚV. Karl Ágúst Úlfsson einn meðlima Spaugstofunnar segir að það hafi legið í loftinu í nokkurn tíma að þátturinn yrði lagður niður. Hann er staddur erlendis og fékk fréttirnir í hádeginu. 10. ágúst 2010 13:13 Spaugstofan heldur blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu Spaugstofan hefur boðað til blaðmannafundar klukkan tvö í dag. Athygli vekur að fundurinn fer fram í ÞJóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, en þar hefur ríkisstjórnin oft haldið blaðamannafundi eftir bankahrun. 31. ágúst 2010 11:26 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
„Ætli við þurfum ekki að drepast til að hætta“ Þjóðin getur tekið gleði sína á ný því í dag var gengið frá því að gömlu, góðu heimilisvinirnir Ragnar Reykás, Kristján „heiti ég" Ólafsson og Geir og Grani verði áfram í sjónvarpi, en nú á Stöð 2. 31. ágúst 2010 19:48
Spaugstofan á Stöð 2 Spaugstofan mun verða á Stöð 2 í vetur en fyrsti þátturinn verður sýndur laugardaginn 8. október. Spaugstofan var í tuttugu ár í Ríkissjónvarpinu en sýningum var hætt vegna niðurskurðar. 31. ágúst 2010 14:00
Spaugstofan hættir: Hefðu viljað kveðja áhorfendur Spaugstofan verður ekki áfram á dagskrá Sjónvarpsins í haust vegna boðaðs niðurskurðar stjórnvalda á tekjum RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra á vef RÚV. Karl Ágúst Úlfsson einn meðlima Spaugstofunnar segir að það hafi legið í loftinu í nokkurn tíma að þátturinn yrði lagður niður. Hann er staddur erlendis og fékk fréttirnir í hádeginu. 10. ágúst 2010 13:13
Spaugstofan heldur blaðamannafund í Þjóðmenningarhúsinu Spaugstofan hefur boðað til blaðmannafundar klukkan tvö í dag. Athygli vekur að fundurinn fer fram í ÞJóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu, en þar hefur ríkisstjórnin oft haldið blaðamannafundi eftir bankahrun. 31. ágúst 2010 11:26