Viðskipti innlent

Einn af lyklum að ríkisframlagi

Sparisjóðurinn Byr hefur um nokkurra ára skeið átt þrettán prósenta hlut í MP Banka. Frétttablaðið/gva
Sparisjóðurinn Byr hefur um nokkurra ára skeið átt þrettán prósenta hlut í MP Banka. Frétttablaðið/gva

Byr sparisjóður hefur sett þrettán prósenta hlut sinn í MP banka í söluferli. Það er Arion banki sem sér um söluna. Sparisjóðurinn er annar stærsti einstaki eigandi MP banka á eftir Margeiri Péturssyni stjórnarformanni og tengdum aðilum.

Eftir því sem næst verður komist er salan liður í fjárhagslegri endurskipulagningu sparisjóðsins sem hefur verið í höndum fjármálaráðuneytis, Fjármálaeftirlits og Seðlabankans síðan í fyrrasumar. Að lokinni endurskipulagningu má sparisjóðurinn vænta þess að eiginfjárframlag sem hann óskaði eftir í fyrravor skili sér. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×