Jólaboð Ásdísar Ránar: Piparkökur, Playboy og vændi Erla Hlynsdóttir skrifar 9. desember 2010 14:11 „Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Ég kem ekki nálægt þessu. Ég get ekkert tjáð mig um þetta. Ég er bara ráðin þarna og mér er borgað fyrir að vera þarna," segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Í kvöld verður haldið „Jólaboð Ásdísar Ránar á Re-Play" þar sem hún kynnir nýju snyrtivörulínuna sína og býður upp á piparkökur. Í auglýsingu fyrir jólaboðið sem birt er í Fréttablaðinu í dag segir: „Þá verður lesið upp úr hinni umdeildu og forboðnu bók, Hið dökka man - saga Catalinu. Þetta er sjóðheit lesning um samskipti Miðbaugsmaddömunar Catalinu, sem fólk krossar sig í bak og fyrir eftir að hafa nefnt á nafn." Sem kunnugt er situr Catalína nú af sér refsidóm í kvennafangelsinu í Kópavogi. Catalína starfrækti lengi umfangsmikinn vændishring hér á landi auk þess sem hún starfaði sjálf sem vændiskona. Catalína var dæmd fyrir að hagnast á vændi annarra og fyrir að flytja kókaín til landsins. Hún var einnig ákærð fyrir mansal en var sýknuð af þeirri ákæru. Snyrtivörulína Ásdísar ber heitið IceQueen og er markhópurinn einna helst ungar konur. Spurð hvort henni finnist viðeigandi að kynna snyrtivörurnar í jólaboði þar sem saga vændiskonu er einnig á dagskránni segir Ásdís: „Ég er það sterkt nafn að það skiptir engu fyrir mig þó það sé einhver bók auglýst þarna eða ekki. Það skiptir engu máli fyrir mig." Að sögn Ásdísar er kvöldið algjörlega á vegum staðarins, Re-play, og skipulag kvöldsins sömuleiðis þó hún hafi verið fengin til að vera þar. Hún tekur þó fram að hún hafi talað við Sigríði Klingenberg sem einnig verður á Re-play í kvöld að spjalla við gesti um álfa, tröll og galdrasteina. Einnig segist Ásdís hafa fengið til liðs við sig þau Haffa Haff og Ósk Norðfjörð sem sjá um „frítt skvísu-meikup" auk Daníels Ólívers sem mætir með gítarinn. Upplestur á sögu Catalínu sé því skipulagður af forsvarsmönnum staðarins, að hennar sögn, en hann er í eigu Ásgeirs Þórs Davíðsson, betur þekktum sem Geiri á Goldfinger. Ásdís segir það heldur ekki skipta sig neinu máli hver eigi staðinn sem hún kemur fram á til að kynna snyrtivörurnar. „Þetta er bara bissness eins og hvað annað," segir hún. Í kvöld mun Ásdís einnig árita Playboy-blaðið sem hún sat fyrir í.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira