Orðin sérfræðingur um kossa og kynlífsstellingar 11. september 2010 14:00 Anna Svava Knútsdóttir leikkona skrifar handritið að Makalaus-þáttunum og hefur þurft að skrifa þó nokkrar kynlífssenur sem er ný reynsla fyrir hana.Fréttablaðið/pjetur „Þetta er náttúrlega aðallega bara hrikalega óþægilegt, að lýsa kynlífsathöfnum í smáatriðum,“ segir Anna Svava Knútsdóttir leikkona hlæjandi en hún er þessa dagana að leggja lokahönd á handrit að sjónvarpsþáttum byggðum á bókinni Makalaus. Fylgifiskur þess er að skrifa nokkrar kynlífssenur. „Þetta er mjög fyndið og alveg ný reynsla fyrir mig að þurfa að lýsa bólförum af nákvæmni. Það er ekki nóg að segja bara „og svo fóru þau inn í herbergi að elskast“. Ég verð að gera þetta almennilega og mér líður stundum eins og ég sé að skrifa Ísfólksbækurnar,“ segir Anna Svava og viðurkennir að hún hafi oft farið hjá sér við skrifin. Anna Svava er með Súper Sex og aðrar kynlífsfræðibækur til hliðsjónar við skrifin. „Ég er orðin rosa fróð um stellingar og búin að lesa mér til um hinar ýmsu tegundir kossa. Það er fullt af karakterum sem koma fyrir í handritinu og maður þarf einhvern veginn að laga kynlífið að þeim,“ segir Anna Svava en hún hefur einnig þurft að fara í annars konar heimildarvinnu til að undirbúa sig undir þessi handritaskrif. „Ég bað Tobbu (Þorbjörgu Marinósdóttur, höfund Makalauss) um að taka mig með sér í svona alvöru stelpupartí,“ segir Anna Svava en það var einnig ný reynsla. „Það sem var verst voru hælarnir. Það dugar víst ekkert minna en að vera í 12 cm hælum og ég entist ekki út partíið í þeim. Svo fannst mér merkilegt að sjá skemmtistaðina fyrir neðan Lækjargötuna þar sem efnislítill fatnaður og há tónlist er allsráðandi,“ segir Anna Svava glöð í bragði en hún tók með sér diktafón og skrásetti samtöl stelpnanna. „Þær eru með svona alveg eigið tungumál sem gaman er að vitna í. Svona lingó,“ segir Anna Svava en henni til samlætis skrifa þeir Gunnar Björn Guðmundsson og Ottó Geir Borg einnig hluta af handritinu. Aðspurð hvort þátturinn verði eins konar íslensk útgáfa af Sex and the City-þáttunum svarar Anna Svava játandi. „Eins og þetta lítur út núna verður þetta stelpuþáttur en strákar hafa líka gaman af þessu.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
„Þetta er náttúrlega aðallega bara hrikalega óþægilegt, að lýsa kynlífsathöfnum í smáatriðum,“ segir Anna Svava Knútsdóttir leikkona hlæjandi en hún er þessa dagana að leggja lokahönd á handrit að sjónvarpsþáttum byggðum á bókinni Makalaus. Fylgifiskur þess er að skrifa nokkrar kynlífssenur. „Þetta er mjög fyndið og alveg ný reynsla fyrir mig að þurfa að lýsa bólförum af nákvæmni. Það er ekki nóg að segja bara „og svo fóru þau inn í herbergi að elskast“. Ég verð að gera þetta almennilega og mér líður stundum eins og ég sé að skrifa Ísfólksbækurnar,“ segir Anna Svava og viðurkennir að hún hafi oft farið hjá sér við skrifin. Anna Svava er með Súper Sex og aðrar kynlífsfræðibækur til hliðsjónar við skrifin. „Ég er orðin rosa fróð um stellingar og búin að lesa mér til um hinar ýmsu tegundir kossa. Það er fullt af karakterum sem koma fyrir í handritinu og maður þarf einhvern veginn að laga kynlífið að þeim,“ segir Anna Svava en hún hefur einnig þurft að fara í annars konar heimildarvinnu til að undirbúa sig undir þessi handritaskrif. „Ég bað Tobbu (Þorbjörgu Marinósdóttur, höfund Makalauss) um að taka mig með sér í svona alvöru stelpupartí,“ segir Anna Svava en það var einnig ný reynsla. „Það sem var verst voru hælarnir. Það dugar víst ekkert minna en að vera í 12 cm hælum og ég entist ekki út partíið í þeim. Svo fannst mér merkilegt að sjá skemmtistaðina fyrir neðan Lækjargötuna þar sem efnislítill fatnaður og há tónlist er allsráðandi,“ segir Anna Svava glöð í bragði en hún tók með sér diktafón og skrásetti samtöl stelpnanna. „Þær eru með svona alveg eigið tungumál sem gaman er að vitna í. Svona lingó,“ segir Anna Svava en henni til samlætis skrifa þeir Gunnar Björn Guðmundsson og Ottó Geir Borg einnig hluta af handritinu. Aðspurð hvort þátturinn verði eins konar íslensk útgáfa af Sex and the City-þáttunum svarar Anna Svava játandi. „Eins og þetta lítur út núna verður þetta stelpuþáttur en strákar hafa líka gaman af þessu.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira