Orðin sérfræðingur um kossa og kynlífsstellingar 11. september 2010 14:00 Anna Svava Knútsdóttir leikkona skrifar handritið að Makalaus-þáttunum og hefur þurft að skrifa þó nokkrar kynlífssenur sem er ný reynsla fyrir hana.Fréttablaðið/pjetur „Þetta er náttúrlega aðallega bara hrikalega óþægilegt, að lýsa kynlífsathöfnum í smáatriðum,“ segir Anna Svava Knútsdóttir leikkona hlæjandi en hún er þessa dagana að leggja lokahönd á handrit að sjónvarpsþáttum byggðum á bókinni Makalaus. Fylgifiskur þess er að skrifa nokkrar kynlífssenur. „Þetta er mjög fyndið og alveg ný reynsla fyrir mig að þurfa að lýsa bólförum af nákvæmni. Það er ekki nóg að segja bara „og svo fóru þau inn í herbergi að elskast“. Ég verð að gera þetta almennilega og mér líður stundum eins og ég sé að skrifa Ísfólksbækurnar,“ segir Anna Svava og viðurkennir að hún hafi oft farið hjá sér við skrifin. Anna Svava er með Súper Sex og aðrar kynlífsfræðibækur til hliðsjónar við skrifin. „Ég er orðin rosa fróð um stellingar og búin að lesa mér til um hinar ýmsu tegundir kossa. Það er fullt af karakterum sem koma fyrir í handritinu og maður þarf einhvern veginn að laga kynlífið að þeim,“ segir Anna Svava en hún hefur einnig þurft að fara í annars konar heimildarvinnu til að undirbúa sig undir þessi handritaskrif. „Ég bað Tobbu (Þorbjörgu Marinósdóttur, höfund Makalauss) um að taka mig með sér í svona alvöru stelpupartí,“ segir Anna Svava en það var einnig ný reynsla. „Það sem var verst voru hælarnir. Það dugar víst ekkert minna en að vera í 12 cm hælum og ég entist ekki út partíið í þeim. Svo fannst mér merkilegt að sjá skemmtistaðina fyrir neðan Lækjargötuna þar sem efnislítill fatnaður og há tónlist er allsráðandi,“ segir Anna Svava glöð í bragði en hún tók með sér diktafón og skrásetti samtöl stelpnanna. „Þær eru með svona alveg eigið tungumál sem gaman er að vitna í. Svona lingó,“ segir Anna Svava en henni til samlætis skrifa þeir Gunnar Björn Guðmundsson og Ottó Geir Borg einnig hluta af handritinu. Aðspurð hvort þátturinn verði eins konar íslensk útgáfa af Sex and the City-þáttunum svarar Anna Svava játandi. „Eins og þetta lítur út núna verður þetta stelpuþáttur en strákar hafa líka gaman af þessu.“ alfrun@frettabladid.is Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er náttúrlega aðallega bara hrikalega óþægilegt, að lýsa kynlífsathöfnum í smáatriðum,“ segir Anna Svava Knútsdóttir leikkona hlæjandi en hún er þessa dagana að leggja lokahönd á handrit að sjónvarpsþáttum byggðum á bókinni Makalaus. Fylgifiskur þess er að skrifa nokkrar kynlífssenur. „Þetta er mjög fyndið og alveg ný reynsla fyrir mig að þurfa að lýsa bólförum af nákvæmni. Það er ekki nóg að segja bara „og svo fóru þau inn í herbergi að elskast“. Ég verð að gera þetta almennilega og mér líður stundum eins og ég sé að skrifa Ísfólksbækurnar,“ segir Anna Svava og viðurkennir að hún hafi oft farið hjá sér við skrifin. Anna Svava er með Súper Sex og aðrar kynlífsfræðibækur til hliðsjónar við skrifin. „Ég er orðin rosa fróð um stellingar og búin að lesa mér til um hinar ýmsu tegundir kossa. Það er fullt af karakterum sem koma fyrir í handritinu og maður þarf einhvern veginn að laga kynlífið að þeim,“ segir Anna Svava en hún hefur einnig þurft að fara í annars konar heimildarvinnu til að undirbúa sig undir þessi handritaskrif. „Ég bað Tobbu (Þorbjörgu Marinósdóttur, höfund Makalauss) um að taka mig með sér í svona alvöru stelpupartí,“ segir Anna Svava en það var einnig ný reynsla. „Það sem var verst voru hælarnir. Það dugar víst ekkert minna en að vera í 12 cm hælum og ég entist ekki út partíið í þeim. Svo fannst mér merkilegt að sjá skemmtistaðina fyrir neðan Lækjargötuna þar sem efnislítill fatnaður og há tónlist er allsráðandi,“ segir Anna Svava glöð í bragði en hún tók með sér diktafón og skrásetti samtöl stelpnanna. „Þær eru með svona alveg eigið tungumál sem gaman er að vitna í. Svona lingó,“ segir Anna Svava en henni til samlætis skrifa þeir Gunnar Björn Guðmundsson og Ottó Geir Borg einnig hluta af handritinu. Aðspurð hvort þátturinn verði eins konar íslensk útgáfa af Sex and the City-þáttunum svarar Anna Svava játandi. „Eins og þetta lítur út núna verður þetta stelpuþáttur en strákar hafa líka gaman af þessu.“ alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira