Jöfn tækifæri barna til frístunda Dofri Hermannsson skrifar 25. janúar 2010 17:16 Frístundakortið hefur sannað gildi sitt og er mikilvægur stuðningur við frístundastarf barna og unglinga. Þó vekur athygli að notkun þess er minni hjá tekjulægstu fjölskyldunum en hjá fjölskyldum með meðaltekjur. Á þessu kunna að vera nokkrar skýringar en ein þeirra er augljós - þau komast ekki. Það vita flestir sem eiga börn að frístundir eru sjaldnast í göngu eða strætófæri frá heimilinu og það eru ekki öll börn svo heppin að eiga foreldra sem eru í aðstöðu til að skutla þeim til og frá. Þótt frístundastarf sé ekki hluti af lögboðinni grunnþjónustu eru flestir sammála um að það hefur mikil áhrif á félagsmótun og forvarnargildi þess er ótvírætt. Því er afar óréttlátt að þjónusta sem er að hluta greidd með útsvarstekjum skuli ekki standa öllum jafnt til boða í raun. Þessu þarf að breyta. Ég hef ásamt hverfisráði Grafarvogs beitt mér fyrir mótun grænnar samgöngustefnu í Grafarvogi. Mikilvægur þáttur í henni er að draga úr þörfinni fyrir skutl foreldra með börn í frístundastarf en til þess mætti tvær leiðir. Í fyrsta lagi að samræma strætó og frístundastarfið svo stálpuð börn geti tekið strætó til og frá innan hverfisins. Í öðru lagi að starfa með íþróttafélaginu Fjölni að íþróttaskóla fyrir 6-8 ára börn í öllum skólum hverfisins. Sama á við um annað frístundastarf sem hægt væri að koma fyrir í grunnskólunum en þar er samstarf skólahljómsveitar Grafarvogs og grunnskóla gott fordæmi. Nú þegar bæði borg og borgarbúar hafa minna á milli handanna er um að gera að finna leiðir til að hagræða án þess að það komi niður á lífsgæðum okkar. Með því að draga úr þörf fyrir skutlið má ná fram mikilli hagræðingu og jafna tækifæri reykvískra barna til að stunda frístundir. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi. Höfundur býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Frístundakortið hefur sannað gildi sitt og er mikilvægur stuðningur við frístundastarf barna og unglinga. Þó vekur athygli að notkun þess er minni hjá tekjulægstu fjölskyldunum en hjá fjölskyldum með meðaltekjur. Á þessu kunna að vera nokkrar skýringar en ein þeirra er augljós - þau komast ekki. Það vita flestir sem eiga börn að frístundir eru sjaldnast í göngu eða strætófæri frá heimilinu og það eru ekki öll börn svo heppin að eiga foreldra sem eru í aðstöðu til að skutla þeim til og frá. Þótt frístundastarf sé ekki hluti af lögboðinni grunnþjónustu eru flestir sammála um að það hefur mikil áhrif á félagsmótun og forvarnargildi þess er ótvírætt. Því er afar óréttlátt að þjónusta sem er að hluta greidd með útsvarstekjum skuli ekki standa öllum jafnt til boða í raun. Þessu þarf að breyta. Ég hef ásamt hverfisráði Grafarvogs beitt mér fyrir mótun grænnar samgöngustefnu í Grafarvogi. Mikilvægur þáttur í henni er að draga úr þörfinni fyrir skutl foreldra með börn í frístundastarf en til þess mætti tvær leiðir. Í fyrsta lagi að samræma strætó og frístundastarfið svo stálpuð börn geti tekið strætó til og frá innan hverfisins. Í öðru lagi að starfa með íþróttafélaginu Fjölni að íþróttaskóla fyrir 6-8 ára börn í öllum skólum hverfisins. Sama á við um annað frístundastarf sem hægt væri að koma fyrir í grunnskólunum en þar er samstarf skólahljómsveitar Grafarvogs og grunnskóla gott fordæmi. Nú þegar bæði borg og borgarbúar hafa minna á milli handanna er um að gera að finna leiðir til að hagræða án þess að það komi niður á lífsgæðum okkar. Með því að draga úr þörf fyrir skutlið má ná fram mikilli hagræðingu og jafna tækifæri reykvískra barna til að stunda frístundir. Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi. Höfundur býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar