Ný stjórnarskrá: ábyrgð, gegnsæi og mannréttindi Íris Erlingsdóttir skrifar 20. október 2010 14:00 Íslenska stjórnarskráin er arfðleið frá dönskum nýlendutíma og stjórnkerfið er afkvæmi þeirrar viðleitni19. aldar nýlenduveldis að takmarka - ekki afnema - ótakmarkað konungsvald með stofnun þingræðis. Þingræðinu fylgir andlýðræðislegt flokksræði atvinnupólitíkusa þar sem hagsmunapot fremur en hæfni ræður hverjir ráðast í mikilvæg embætti. Heppilegra er að Ísland verði beint fulltrúalýðræði og þjóðin kjósi fulltrúa sína án forvals pólitískra hagsmunapotara. Útiloka þarf að ráðherrar geti jafnframt verið þingmenn, en þingið er nú stimpill fyrir gæluverkefni ráðherraræðisins, þar sem sérfræðingar og hagsmunahópar - ekki þingmenn - skraddarasauma löggjöf sem keyrð er gegnum þingið með bægslagangi. Þjóðin ætti að velja í beinni kosningu einn sterkan þjóðarleiðtoga - í svipuðu kerfi og því franska eða bandaríska - sem síðan veldi samstarfsmenn með hæfni, menntun og reynslu til að stýra ráðuneytum. Sterkur leiðtogi gæti risið yfir flokkapólitík og aukið traust þjóðarinnar á leiðtogum sínum, en eitt alvarlegasta vandamál íslenskrar stjórnsýslu er rolugangur og ábyrgðarleysi eins og það sem þjóðinni var sýnt í kjölfar bankahrunsins. Einn sterkur þjóðarleiðtogi tæki ábyrgð á öllum mistökum og klúðri, eins og Harry Truman sagði, „The buck stops here." Tryggja þarf gegnsæi í stjórnsýslunni. Fundir Alþingis og nefnda þess, fundargerðir og samningar eiga að vera opnir almenningi nema undir alveg sérstökum kringumstæðum og undantekningarnar frá aðalreglunni mega ekki vera svo almennar að unnt sé að troða hverju sem undir þær, eins og í 5. gr. upplýsingalaga 50/1996, sem bannar aðgang að upplýsingum sem „sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari." Meginreglan um mannréttindi stjórnarskrárinnar á að vera að öll réttindi sem ekki eru sérstaklega upp gefin til ríkisins tilheyra þegnunum. Með öðrum orðum, ríkið getur aðeins skipt sér af aðgerðum einstaklingsins ef því er sérstaklega leyft að gera það. Tryggja verður sterkt og sjálfstætt dómsvald til að hafa taumhald á pólitískum þáttum ríkisvaldsins. Ný stjórnarskrá þarf að segja afdráttarlaust að mannréttindaákvæðin takmarkist við manneskjur eingöngu og að tilbúnar lögpersónur njóti ekki verndar þeirra eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, þar sem nýlegur dómur Hæstaréttar veitti hlutafélögum rétt til tjáningarfrelsis! (Fá þau næst rétt til að bera vopn?) Skilgreina þarf takmarkanir lögpersóna í hlutafélagaformi. Fjölgun þeirra og flókin tengsl hafa leitt til þess að nær ómögulegt er að rekja fjármál þeirra eða draga fjárglæframenn þeirra til ábyrgðar. Þó núverandi stjórnarskrá gefi til kynna að rétturinn til tjáningarfrelsis sé tryggður, er raunveruleikinn annar, en íslensk lög heimila að henda fólki í fangelsi fyrir að móðga samborgara sína. Ótvírætt bann verður að leggja við slíkum lagaákvæðum. Afnema á tengsl milli ríkisins og þjóðkirkjunnar, en slík stofnun á ekki heima í nútímaþjóðfélögum; hún er í eðli sínu andlýðræðisleg, Ef kirkjan hefur eitt hlutverk öðrum fremur, ætti það að vera að innræta með leiðtogum þjóðarinnar - og eigin leiðtogum - siðferðislega ábyrgðartilfinningu, en það hefur henni mistekist hrapallega. Íslensk gjaldþrotalöggjöf er skammarlegur mannréttindabrotapakki í formi skuldaþrældóms. Einstaklingum, sem hafa vegna veikinda eða ástæðna sem þeir réðu engu um, misst atvinnu sína, ævisparnað og sem (vegna glórulausrar peningastjórnar landsins) eiga oft minna í heimilum sínum en þeir skulda, er gert ókleift að byrja að nýju. Hlutafélög í eigu fjárglæframanna ganga frá milljarðaskuldum og byrja næsta dag með nýja kennitölu, en venjulegt fólk fær aldrei tækifæri til að byrja upp á nýtt. Stjórnarskráin á afdráttarlaust að tryggja rétt heiðarlegra einstaklinga til að byrja að nýju án þess að þeim sé refsað eins og glæpamönnum. Afdráttarlaus skilgreining eignarréttarins á einnig að taka af öll tvímæli um að þjóðarauðlindir eru í eigu þjóðarinna og tilgreina verður nákvæmlega hvenær einstaklingar mega nota auðlindir í þjóðareign. Samansöfnun auðs á hendur fárra einstaklinga, sem valdið hefur hættulegu misrétti í þjóðfélaginu, er afleiðing af sóun ríkisstjórna á þjóðarauðnum og fyrirbyggja verður slíka misnotkun. Vegna smæðar Íslands, almennrar menntunar þegnanna og tölvuvæðingar ættu engin vandkvæði að vera á því að skjóta mikilvægum málum beint til kjósenda. Tæknileg atriði eiga að vera í höndum þeirra sem hæfni, kunnáttu og reynslu hafa til að helga sig þeim, en grundvallarmálefni - eins og sala eða einkavæðing þjóðarauðlinda, tekjustofnar ríkisins og milliríkjasamningar - ættu að ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslum. Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur er frambjóðandi til stjórnlagaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslenska stjórnarskráin er arfðleið frá dönskum nýlendutíma og stjórnkerfið er afkvæmi þeirrar viðleitni19. aldar nýlenduveldis að takmarka - ekki afnema - ótakmarkað konungsvald með stofnun þingræðis. Þingræðinu fylgir andlýðræðislegt flokksræði atvinnupólitíkusa þar sem hagsmunapot fremur en hæfni ræður hverjir ráðast í mikilvæg embætti. Heppilegra er að Ísland verði beint fulltrúalýðræði og þjóðin kjósi fulltrúa sína án forvals pólitískra hagsmunapotara. Útiloka þarf að ráðherrar geti jafnframt verið þingmenn, en þingið er nú stimpill fyrir gæluverkefni ráðherraræðisins, þar sem sérfræðingar og hagsmunahópar - ekki þingmenn - skraddarasauma löggjöf sem keyrð er gegnum þingið með bægslagangi. Þjóðin ætti að velja í beinni kosningu einn sterkan þjóðarleiðtoga - í svipuðu kerfi og því franska eða bandaríska - sem síðan veldi samstarfsmenn með hæfni, menntun og reynslu til að stýra ráðuneytum. Sterkur leiðtogi gæti risið yfir flokkapólitík og aukið traust þjóðarinnar á leiðtogum sínum, en eitt alvarlegasta vandamál íslenskrar stjórnsýslu er rolugangur og ábyrgðarleysi eins og það sem þjóðinni var sýnt í kjölfar bankahrunsins. Einn sterkur þjóðarleiðtogi tæki ábyrgð á öllum mistökum og klúðri, eins og Harry Truman sagði, „The buck stops here." Tryggja þarf gegnsæi í stjórnsýslunni. Fundir Alþingis og nefnda þess, fundargerðir og samningar eiga að vera opnir almenningi nema undir alveg sérstökum kringumstæðum og undantekningarnar frá aðalreglunni mega ekki vera svo almennar að unnt sé að troða hverju sem undir þær, eins og í 5. gr. upplýsingalaga 50/1996, sem bannar aðgang að upplýsingum sem „sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari." Meginreglan um mannréttindi stjórnarskrárinnar á að vera að öll réttindi sem ekki eru sérstaklega upp gefin til ríkisins tilheyra þegnunum. Með öðrum orðum, ríkið getur aðeins skipt sér af aðgerðum einstaklingsins ef því er sérstaklega leyft að gera það. Tryggja verður sterkt og sjálfstætt dómsvald til að hafa taumhald á pólitískum þáttum ríkisvaldsins. Ný stjórnarskrá þarf að segja afdráttarlaust að mannréttindaákvæðin takmarkist við manneskjur eingöngu og að tilbúnar lögpersónur njóti ekki verndar þeirra eins og gerst hefur í Bandaríkjunum, þar sem nýlegur dómur Hæstaréttar veitti hlutafélögum rétt til tjáningarfrelsis! (Fá þau næst rétt til að bera vopn?) Skilgreina þarf takmarkanir lögpersóna í hlutafélagaformi. Fjölgun þeirra og flókin tengsl hafa leitt til þess að nær ómögulegt er að rekja fjármál þeirra eða draga fjárglæframenn þeirra til ábyrgðar. Þó núverandi stjórnarskrá gefi til kynna að rétturinn til tjáningarfrelsis sé tryggður, er raunveruleikinn annar, en íslensk lög heimila að henda fólki í fangelsi fyrir að móðga samborgara sína. Ótvírætt bann verður að leggja við slíkum lagaákvæðum. Afnema á tengsl milli ríkisins og þjóðkirkjunnar, en slík stofnun á ekki heima í nútímaþjóðfélögum; hún er í eðli sínu andlýðræðisleg, Ef kirkjan hefur eitt hlutverk öðrum fremur, ætti það að vera að innræta með leiðtogum þjóðarinnar - og eigin leiðtogum - siðferðislega ábyrgðartilfinningu, en það hefur henni mistekist hrapallega. Íslensk gjaldþrotalöggjöf er skammarlegur mannréttindabrotapakki í formi skuldaþrældóms. Einstaklingum, sem hafa vegna veikinda eða ástæðna sem þeir réðu engu um, misst atvinnu sína, ævisparnað og sem (vegna glórulausrar peningastjórnar landsins) eiga oft minna í heimilum sínum en þeir skulda, er gert ókleift að byrja að nýju. Hlutafélög í eigu fjárglæframanna ganga frá milljarðaskuldum og byrja næsta dag með nýja kennitölu, en venjulegt fólk fær aldrei tækifæri til að byrja upp á nýtt. Stjórnarskráin á afdráttarlaust að tryggja rétt heiðarlegra einstaklinga til að byrja að nýju án þess að þeim sé refsað eins og glæpamönnum. Afdráttarlaus skilgreining eignarréttarins á einnig að taka af öll tvímæli um að þjóðarauðlindir eru í eigu þjóðarinna og tilgreina verður nákvæmlega hvenær einstaklingar mega nota auðlindir í þjóðareign. Samansöfnun auðs á hendur fárra einstaklinga, sem valdið hefur hættulegu misrétti í þjóðfélaginu, er afleiðing af sóun ríkisstjórna á þjóðarauðnum og fyrirbyggja verður slíka misnotkun. Vegna smæðar Íslands, almennrar menntunar þegnanna og tölvuvæðingar ættu engin vandkvæði að vera á því að skjóta mikilvægum málum beint til kjósenda. Tæknileg atriði eiga að vera í höndum þeirra sem hæfni, kunnáttu og reynslu hafa til að helga sig þeim, en grundvallarmálefni - eins og sala eða einkavæðing þjóðarauðlinda, tekjustofnar ríkisins og milliríkjasamningar - ættu að ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslum. Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur er frambjóðandi til stjórnlagaþings.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar