Er betra heima setið en af stað farið? Kjartan Broddi Bragason skrifar 16. október 2010 06:00 Heitar umræður eru í samfélaginu um almenna niðurfærslu skulda heimilanna. Þeir sem því eru hlynntir segja að forsendubrestur við fall fjármálakerfisins hafi valdið því að endurskoða þurfi til lækkunar stökkbreyttan höfuðstól lána. Hver hagfræðingurinn á fætur öðrum varar við slíkri aðgerð. Meginröksemd þeirra aðila er að ekki sé forsvaranlegt að gera þetta með almennum hætti þar sem fjöldi skuldugra heimila sem ekki hefur þörf á slíkri lækkun fái þá happdrættisvinning. Þá sé verið að umbuna þeim sem síst skyldi og sem hagað hafa fjármálum sínum með ógætilegum hætti. Ég hef skrifað dálítið um þessi mál á umliðnum tveimur árum og kynnt mér þau þokkalega. Á einhverjum tímapunkti lagði ég til að fara ætti í almenna niðurfærslu að einhverju marki og láta síðan fjármálastofnanir taka á þeim vandamálum sem krefjast sértækra aðgerða. Sú skoðun mín hefur ekki breyst. Í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við er stærsti hluti lána óverðtryggður. Við óvænt verðbólguskot gerist það að raunvextir á útistandandi lánum lækka. Raunvaxtatala útlánsins verður ekki ljós fyrr en í lok lánstímans og fjármagnseigendur og skuldarar standa báðir frammi fyrir ákveðinni áhættu – þeirri óvissu sem komandi verðlag hefur á raunvexti lánsins og sem fyrst verða ljósir í lok lánstímans. Það er þetta sanngirnissjónarmið sem verið er að kalla eftir að fjármagnseigendur taki tillit til vegna mikillar hækkunar á vísitölu neysluverðs á umliðnum 2-3 árum. Er það svo ósanngjörn krafa? Fjármagnseigendur í öðrum löndum hefðu þurft að bera þessar byrðar með skuldurum – en vegna okkar sérstöku verðtryggingar lenda allar búsifjarnar á lántakendum. Er það ekki ósanngjarnt? Þá er alveg ljóst í mínum huga að þessar afskriftir munu koma fram – það er bara spurning með hvaða hætti það verður og á hve löngum tíma. Núna gefst okkur tækifæri til að kortleggja vandamálið og í framhaldinu (vonandi) stýra þeirri þróun sem óhjákvæmilega er í kortunum. En hvað er óhjákvæmilegt? Miklar líkur eru á að heimili landsins munu ekki standa undir heildarskuldum heimilanna eins og þær birtast okkur í opinberum tölum. Það þarf ekkert að kunna mjög mikið í reikningi til að komast að þeirri niðurstöðu. Eins og fram kemur í gögnum Seðlabankans eru tekjulægri heimili að bera allt of stóra byrði af heildarskuldum heimilanna og það eru engin teikn á lofti um að ráðstöfunartekjur þeirra séu að vaxa það hratt að þetta vandamál leysist af sjálfu sér – eins skemmtilegt og það myndi vera. Athafnaleysi mun að mínu áliti kosta samfélag okkar meira til lengri tíma litið en ef við sammælumst um að taka „völdin“ í okkar hendur – gefa þessi spil upp á nýtt að einhverju marki og setja sterkari fjárhagslegan grunn undir heimili landsins. Það mun skila samfélaginu – og líka fjármagnseigendum, fyrirtækjaeigendum og lífeyrissjóðum – langtum meiri ávinningi en að láta allt reka á reiðanum og sitja með hendur í skauti og þora ekki að taka á því óhjákvæmilega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Heitar umræður eru í samfélaginu um almenna niðurfærslu skulda heimilanna. Þeir sem því eru hlynntir segja að forsendubrestur við fall fjármálakerfisins hafi valdið því að endurskoða þurfi til lækkunar stökkbreyttan höfuðstól lána. Hver hagfræðingurinn á fætur öðrum varar við slíkri aðgerð. Meginröksemd þeirra aðila er að ekki sé forsvaranlegt að gera þetta með almennum hætti þar sem fjöldi skuldugra heimila sem ekki hefur þörf á slíkri lækkun fái þá happdrættisvinning. Þá sé verið að umbuna þeim sem síst skyldi og sem hagað hafa fjármálum sínum með ógætilegum hætti. Ég hef skrifað dálítið um þessi mál á umliðnum tveimur árum og kynnt mér þau þokkalega. Á einhverjum tímapunkti lagði ég til að fara ætti í almenna niðurfærslu að einhverju marki og láta síðan fjármálastofnanir taka á þeim vandamálum sem krefjast sértækra aðgerða. Sú skoðun mín hefur ekki breyst. Í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við er stærsti hluti lána óverðtryggður. Við óvænt verðbólguskot gerist það að raunvextir á útistandandi lánum lækka. Raunvaxtatala útlánsins verður ekki ljós fyrr en í lok lánstímans og fjármagnseigendur og skuldarar standa báðir frammi fyrir ákveðinni áhættu – þeirri óvissu sem komandi verðlag hefur á raunvexti lánsins og sem fyrst verða ljósir í lok lánstímans. Það er þetta sanngirnissjónarmið sem verið er að kalla eftir að fjármagnseigendur taki tillit til vegna mikillar hækkunar á vísitölu neysluverðs á umliðnum 2-3 árum. Er það svo ósanngjörn krafa? Fjármagnseigendur í öðrum löndum hefðu þurft að bera þessar byrðar með skuldurum – en vegna okkar sérstöku verðtryggingar lenda allar búsifjarnar á lántakendum. Er það ekki ósanngjarnt? Þá er alveg ljóst í mínum huga að þessar afskriftir munu koma fram – það er bara spurning með hvaða hætti það verður og á hve löngum tíma. Núna gefst okkur tækifæri til að kortleggja vandamálið og í framhaldinu (vonandi) stýra þeirri þróun sem óhjákvæmilega er í kortunum. En hvað er óhjákvæmilegt? Miklar líkur eru á að heimili landsins munu ekki standa undir heildarskuldum heimilanna eins og þær birtast okkur í opinberum tölum. Það þarf ekkert að kunna mjög mikið í reikningi til að komast að þeirri niðurstöðu. Eins og fram kemur í gögnum Seðlabankans eru tekjulægri heimili að bera allt of stóra byrði af heildarskuldum heimilanna og það eru engin teikn á lofti um að ráðstöfunartekjur þeirra séu að vaxa það hratt að þetta vandamál leysist af sjálfu sér – eins skemmtilegt og það myndi vera. Athafnaleysi mun að mínu áliti kosta samfélag okkar meira til lengri tíma litið en ef við sammælumst um að taka „völdin“ í okkar hendur – gefa þessi spil upp á nýtt að einhverju marki og setja sterkari fjárhagslegan grunn undir heimili landsins. Það mun skila samfélaginu – og líka fjármagnseigendum, fyrirtækjaeigendum og lífeyrissjóðum – langtum meiri ávinningi en að láta allt reka á reiðanum og sitja með hendur í skauti og þora ekki að taka á því óhjákvæmilega.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun