Handbolti

Frakkar geta tryggt Íslendingum sæti á HM í Svíþjóð í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/DIENER/Leena Manhart
Heims- og Ólympíumeistarar Frakka geta hjálpað Íslendingum inn á HM í Svíþjóð 2011 strax í kvöld komist þeir í undanúrslitin. Þrjú efstu liðin á EM koma beint inn á næstu HM.

Ísland komst ekki á síðustu HM þar sem að liðið tapaði fyrir Makedóníu í umspilsleikjum sumarið 2008. Strákarnir okkar hafa nú með frábærum árangri á EM komist í aðstöðu til þess að losa við stressið í kringum umspilsleikina næsta sumar.

HM í Svíþjóð fer fram 22. janúar til 6. febrúar á næsta ári og Svíar eru öruggir inn í keppnina sem gestgjafar alveg eins og heimsmeistarar Frakka.

Þrjú efstu liðin á EM í Austurríki komast beint til Svíþjóðar og verði Frakkar eitt af fjórum liðunum sem komast í undanúrslit er ljóst að hinar þrjár þjóðirnar eru komnar á HM hvernig sem undanúrslitin fara.

Hin níu sæti Evrópu á HM ráðast í umspili næsta sumar en dregið verður í umspilsleikina um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×