Erlent

Gleði í Ástralíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik og Mary eru ánægð þessa dagana enda mun fjölskyldan stækka til muna í byrjun næsta árs. Mynd/ afp.
Friðrik og Mary eru ánægð þessa dagana enda mun fjölskyldan stækka til muna í byrjun næsta árs. Mynd/ afp.
Það ríkir gleði í Ástralíu, fyrrum heimalandi Mary Donaldson, krónprinsessu Dana. Þar fagna menn næstum jafn mikið og í sjálfri Danmörku eftir að upplýst var í gær að Mary bæri tvíbura undir belti.

Dagblaðið Sydney Morning Herald ræddi til dæmis við Justin Hemmes, sem er sameiginlegur vinur krónprinsparsins. Hann á Slip Inn kránna, þar sem þau Friðrik og Mary hittust árið 2000.

„Vá, tvíburar! Ég er mjög ánægður þeirra vegna. Þetta hlýtur að stafa af töfrunum frá Slip Inn," segir Hemmes í samtali við blaðið.




Tengdar fréttir

Krónprinsinn alsæll yfir tvöföldu kraftaverki

Friðrik, krónprins Danmerkur, er alsæll yfir því að Mary Donaldson, eiginkona hans, gengur með tvíbura. Fyrir eiga þau hjónin tvö börn og því er ljóst að fjölskyldan verður hin myndarlegasta þegar Mary er orðin léttari í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×