Erlent

Kemur sér upp öskunemum

Hvetur önnur flugfélög til að fylgja fordæmi sínu.
Hvetur önnur flugfélög til að fylgja fordæmi sínu. nordicphotos/AFP
Breska flugfélagið EasyJet hyggst setja sérstakan búnað í flugvélar sínar sem getur numið öskuský frá eldfjöllum.

Flugfélagið hvetur önnur flugfélög til að gera slíkt hið sama, svo safna megi nákvæmum upplýsingum um öskudreifingu á flugleiðum í Evrópu.

Útbúnaðurinn getur greint ösku í háloftunum í allt að hundrað kílómetra fjarlægð. Félagið ver einni milljón punda til þessa verkefnis og stefnir á að hafa komið búnaðinum fyrir í tólf flugvélum fyrir árslok.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×