Lífið

Systur framleiða stjörnuspil

Systurnar Halldóra og Bergljót frá Bolungarvík með spilin góðu.
Systurnar Halldóra og Bergljót frá Bolungarvík með spilin góðu.

„Fræga fólkinu finnst þetta svakalega sniðugt og við gefum öllum eintak af sínu spili,“ segir Halldóra Jónsdóttir.

Halldóra og systir hennar Þórhildur Bergljót Jónasdóttir hafa útbúið rúmlega 80 stjörnuspil með myndum af frægum Íslendingum. Halldóra segir þær systur hafa lítinn áhuga á fótboltamyndunum sem eru í boði og ákváðu því að fara í eigin útgerð. Ásamt myndum af fólkinu gefa systurnar því einkunn á spilunum eftir fegurð og hæfileikum á leik- og söngsviðinu.

„Við ætluðum bara að hafa 40 spil, en svo þurftum við alltaf að bæta fleiri við vegna þess að við föttuðum að fleiri væru frægir,“ segir Halldóra. „Við enduðum í 80 og ákváðum að gera ekki fleiri. En við erum ennþá að fatta hverjum við gleymdum.“

Á meðal þeirra sem systurnar hafa tekið fyrir eru Unnur Ösp og Björn Thors, en þau fá bæði háar einkunnir fyrir fegurð og leiklistarhæfileika - þó að Unnur sé reyndar talin ögn sætari. Þau eru ein af þeim sem hafa svarað kalli systranna um að árita myndirnar.

„Það eru 48 búnir að segja já. Það eiga einhverjir eftir að svara eða nenna þessu ekki,“ segir Halldóra. „Við sendum spilin útprentuð í pósti og þau senda svo til baka þegar þau eru búin að skrifa á þau.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.